Nissan Leaf söluhæsti rafbíll Evrópu árið 2014

Nissan Leaf seldist í 14.650 eintökum árið 2014, sem jafngildir 33% söluaukningu milli ára. Markaðshlutdeild Leaf nam ríflega fjórðungi, en alls seldust 56.000 rafbílar í Evrópu. Þá var Renault Zoe annar söluhæsti rafbíllinn í Evrópu árið 2014, með 11.227 eintök og Tesla Model S seldist í 8.734 eintökum. Sölu- og markaðsstjóri Nissan, Guillaume Carter, þakkar þetta aukinni vitundarvakningu hvað varðar sparnað í rekstrarkostnaði rafbíla í samanburði við bíla sem nota jarðefnaeldsneyti.

Sjá nánar á Evrópuvef Nissan.