Samningur um vetnisstöð á Arlanda flugvelli

Linde Group hefur í gegnum norrænt útibú sitt AGA gert samning um að reisa vetnisstöð á Arlanda flugvelli fyrir utan Stokkhólm. Stöðin, sem verður sú stærsta sinnar tegundar í Svíþjóð, mun geta sinnt 180 áfyllingum á dag, og við 700 bara þrýsting mun dælingin einungis taka 3 mínútur. Roger Andersson, þróunarstjóri hjá AGA Clean Energy, telur vetnisbíla með yfir 500 km drægi munu gegna mikilvægu hlutverki við að útrýma notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum fyrir 2030.

Sjá frétt Gasworld