Græna orkan býður til vinnustofu

Græna orkan, í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Oceana og Nordic Marina, hefur ákveðið að halda vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi.

Fyrirkomulagið verður örfyrirlestrar, sem haldnir verða frá 14:00 til 16:30 þann 26. febrúar um borð í varðskipinu Þór. Ef skipið verður kallað til annarra verkefna, færist viðburðurinn í Orkugarð, Grensásvegi 9 (nánar síðar).

Hugmyndin er að miðla upplýsingum og að tengja saman aðila innan þessa geira þ.e. vistvæn haftengd starfsemi, til dæmis í sjávarútvegi, samgöngum eða ferðamennsku á sjó.

Meðal verkefna sem kynnt verða er hybrid bátur Norðursiglingar.

Við bjóðum þér að kynna þína starfsemi og halda erindi þennan dag. Ef þú vilt halda örfyrirlestur, 8-10 mínútur, vinsamlegast sendu heiti á fyrirlestri til amk@newenergy.is fyrir 23. febrúar. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Þátttaka í vinnustofunni er opin öllum og ókeypis. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku með tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur!