Síðustu forvöð að skrá fyrirlestur á vinnustofu Grænu orkunnar

Græna orkan, í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Oceana og Nordic Marina, hefur ákveðið að halda vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi.

Fyrirkomulagið verður örfyrirlestrar, sem haldnir verða frá 14:00 til 16:30 þann 26. febrúar um borð í varðskipinu Þór.

Meðal verkefna sem kynnt verða er hybrid bátur Norðursiglingar og notkun metanóls í sjávarútvegi.

Öllum er velkomið að kynna starfsemi sína og halda erindi þennan dag. Ef þú vilt halda örfyrirlestur, 8-10 mínútur, vinsamlegast sendu heiti á fyrirlestri til amk@newenergy.is fyrir lok dags í dag, 23. febrúar.

Þátttaka í vinnustofunni er opin öllum og ókeypis. Vinsamlega skráðu þig til þátttöku með tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur!