Vélahitarar spara eldsneyti og draga úr mengun

Eldsneytiskostnaður er án efa stór liður í rekstri heimila og samhliða hækkandi olíuverði undandarin ár hefur þörf fyrir sparnaðarleiðir aukist.

Stefán Ásgrímsson, ritstjóri hjá Fíb, segir frá ýmsum sparnaðaraðgerðum sem auðvelt er að hrinda í framkvæmd í grein Karls Eskils Pálssonar á bílasíðu mbl.is. Vélahitara má til að mynda nota til að hita kælivatn nokkru áður en ekið er af stað á morgni. Þá fer bíllinn strax í gang og mistöðin blæs heitu lofti. Með þessu móti sparast eldsneyti fyrstu 4-5 aksturskílómetrana, dregið er úr vélasliti og bifreiðar gefa frá sér a.m.k. 30% minna af mengunarefnum.

Sjá nánar hér.