Olíuinnflutningur drægist saman um 40% með rafbílavæðingu

Með aukinni notkun rafbíla væri unnt að draga úr olíuinnflutningi um 40% og lækka eldsneytiskostnað bifreiðaeigenda í Bretlandi um rúmlega 200.000 krónur á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem  Cambridge Econometrics gerði fyrir European Climate Foundation.

Ef gert er ráð fyrir stöðugri aukningu rafbíla á næstu árum og að fjöldi þeirra nái 6 milljónum í Bretlandi árið 2030 væri unnt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um 47% þar í landi fyrir 2030. Fram kemur þó að til þess að rafbílavæðingin megi verða að veruleika sé nauðsynlegt að fjárfesta í innviðum því enn eru hleðslustöðvar fáar.

Sjá nánar í frétt mbl.is og Guardian