Sjálfbærni og sjálfakandi bílar hjá Daimler

Í sjálfbærniskýrslu Daimler fyrir árið 2014 kemur fram að þótt framleiðsla fyrirtækisins hafi aukist um 5% milli ára, hafi útblástur koltvísýrings dregist saman um 2,5%. Daimler býður í dag upp á tvo tvinnbíla, S500 og C350, og stefnir að því að kynna til sögunnar tíu nýjar gerðir umhverfisvænna bíla árið 2017.

Daimler hefur einnig unnað að prófunum og  þróun sjálfakandi bifreiða, sjálfrennireiða. Það eru hins vegar margir þættir sem taka þarf tillit til, lagalegir og siðferðileigr, áður en slík tækni verður leyfð í almennri umferð. “Hvernig á sjálfrennireið til að mynda að bregðast við yfirvofandi árekstri? Hver ber ábyrgð við þessar aðstæður og hvernig skal tryggingum hagað? Þetta eru spurningar sem mikilvægt er að ræða og svara.” segir Dr. Christine Hohmenn-Dennhardt, stjórnarmaður Daimler AG.

Sjá umfjöllun Daimler hér og sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins hér.