VW veðjar á tvinntæknina, í bili

Volkswagen ætlar að helga sig tvinnbílum á næstu árum í stað hreinna rafbíla. Þetta kemur fram í máli Martins Winterkorn, forstjóra VW, en fyrirtækið telur þetta skynsamlega stefnu, þar til orkumeiri rafgeymar verða að raunveruleika. Rafgeymar fyrir rafbíla séu enn of þungir, of dýrir og hafi litla geymslugetu til þess að vera samkeppnisfærir við bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Winterkorn telur tvinnbíla munu gegna mikilvægu hlutverki í því að ná markmiðum um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda en fyrirtækið muni áfram verja fé til fjárfestinga á sviði rafbílasmíði.

Sjá frétt mbl.is.