1.-2. september næstkomandi verður haldin málstofa um þróun rafmagnsstrætisvagna í Lindholmen vísindagarði í Gautaborg. Það eru Swedish Forum for transport innovation og Nordic Energy Research sem standa að málstofunni. Markmið hennar er að efla tengsl á milli framleiðenda, háskólasamfélagsins og þeirra sem koma að samgöngumálum, miðla þekkingu og ræða möguleika og hindranir til rafvæðingar strætisvagna í almenningssamgöngum.
Þátttaka er ókeypis. Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna hér og hér.