Aðilaskrá

Samstarfsaðilar Grænu orkunar

Á aðalfundi Grænu orkunnar í nóvember 2014 var ákveðið að stofna formleg félagasamtök undir heitinu Samstarfsvettvangur um orkuskipti. Jafnframt var ákveðið að félagsgjald fyrirtækja með fleiri en 25 starfsmenn skyldi vera 40.000 en 10.000 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga.

Samtökin eru opin öllum sem hafa áhuga á vistvænu eldsneyti og orkuskiptum. Markmiðið er að allir þeir sem á einn eða annan hátt starfa að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi sjái Grænu orkuna sem sameiginlegan vettvang upplýsingagjafar og skoðanaskipta.

Askja bílaumboð er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig i sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz og Kia. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.

Atlantsolía rekur 9 sjálfsafgreiðslustöðvar, þar af 16 á Suðvesturlandi, 2 á Akureyri og eina stöð á Egilsstöðum. Atlantsolía rekur birgðarstöð og hefur 4 olíubíla í dreifingu á eldsneyti. Atlantsolía hefur það að leiðarljósi að bjóða ávallt samkeppnishæft verð á eldsneyti, gott aðgengi að bensínstöðvum og einfaldleika í þjónustu.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Hlutverk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er að búa í haginn fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf.Tveir ráðherrar fara með málaflokka ráðuneytisins; sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 

Bílgreinasambandið er í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni bílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi, sinnir upplýsingagjöf til félagsmanna og stendur fyrir fræðslu og endurmenntun.

BL ehf er rótgróið bílaumboð sem varð til við sameiningu Ingvars Helgasonar og B&L árið 2011. BL er bílaumboð og þjónustuaðili fyrir: Nissan, Subaru, Renault, Isuzu, Dacia, Land Rover, Jaguar, BMW, MINI, Hyundai og Iveco Bus. BL. ehf rekur einnig Hyundai bílaumboðið að Kauptúni 1.

Carbon Recycling International er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði metanól tækni. Það framleiðir endurnýjanlegt metanól úr koltvísýringi, vetni og rafmagni til notkunar sem eldsneyti, og sem hráefni í græn efni og vörur. CRI byggir einnig metanól framleiðslustöðvar og vinnur með samstarfsaðilum að ýmsum verkefnum, m.a. til að auka skilvirkni og skapa verðmæti úr úrgangsstraumum.

EFLA verfræðistofa er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði, tækni og tengdra greina.

GPO ehf vinnur að þróun á skilvirkum, hagkvæmum og umhverfisvænum leiðum til að endurvinna úrgangsplast í fullunna, markaðsvæna vöru. Sérhæfður tækjabúnaður er notaður til umbreytingar úrgangsplasts í eldsneyti. Afurðirnar má nota beint í brennslu, t.d. sem orkugjafa fyrir iðnaðarvélar, ökutæki og báta.

Háskólinn á Akureyri býður upp á grunnnám í eftirtöldum greinum: félagsvísindum, fjölmiðlafræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, kennarafræði (leik- og grunnskóla), líftækni, lögfræði, lögreglufræði, nútímafræði, sálfræði, sjávarútvegsfræði, tölvunarfræði og viðskiptafræði. Þá er einnig boðið upp á framhaldsnám á heilbrigðisvísindasviði, í félagsvísindum, viðskiptafræði og auðlindafræði.

Háskóli Íslands hefur yfir að bjóða áratuga reynslu og þekkingu er tengist orkuskiptum í samgöngum.  Háskólinn býður upp á bæði grunn- og framhaldsnám á sviði endurnýjanlegrar og vistvænnar orku.  Fjölmörg verkefni innan Háskólans eru beint eða óbeint á sviði orkuskipta.

Háskólinn í Reykjavík Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.

Hekla er umboðsaðili fyrir Audi, Mitsubishi, Skoda og Volkswagen; vörumerki sem eru leiðandi í tækniframförum, hönnun og þróun fjölbreyttra aflgjafa.

Höldur ehf – Bílaleiga Akureyrar er einn stærsti bílakaupandi landsins og hefur um margra ára skeið unnið að umhverfismálum. Starfsstöðvar bílaleigunnar í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru vottaðar samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ÍST EN ISO 14001:2004 og unnið er að innleiðingu staðalsins á öllum starfsstöðvum. Eitt af markmiðum þeirra er að minnka útblástur CO2 hjá bílaflota fyrirtækisins og hafa þeir náð talsverðum árangri á því sviði.

Íslandspóstur varð til þegar Pósti og síma var skipt upp í upphafi ársins 1998. Fyrirtækið er einn stærsti vinnuveitandi landsins með um 1000 starfsmenn. Hlutverk Íslandspósts er að tengja fólk, fyrirtæki og samfélög með dreifingar-, samskipta- og flutningalausnum um allt land og allan heim. Framtíðarsýn Íslandspósts er að vera fyrsta val viðskiptavina með því að veita framúrskarandi þjónustu og bestu lausnir á hverjum tíma.

Íslensk NýOrka vinnur að þróunar- og tilraunaverkefnum með vistvæna orkugjafa í samgöngum, þar á meðal rafmagn, metan, metanól og vetni. 

Ísorka fór formlega í loftið í desember 2016 og var þá fyrsta smáforritið á Íslandi sem miðlaði lifandi upplýsingum um hleðslustöðvar. Ísorka var fyrst til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum, en með gjaldtöku geta fleiri brugðist við og boðið hleðslu til rafbílaeigenda.

Landsnet Hlutverk Landsnets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins. Stefna Landsnets kristallast í loforðum til samfélagsins um öruggt rafmagn og gæði og öryggi flutningskerfisins til framtíðar, sátt við samfélag og umhverfi, skilvirkan rekstur, upplýsta umræðu og markvissa stjórnun og skipulag.

Landssamtök hjólreiðamanna, hefur það að markmiði að efla þær grænar samgöngur sem nýta orkuna bezt auk þessa að mestu innlenda orkugjafa (mat) með því að auka hlut hjólreiða, svo sem með niðurfellingu tolla á reiðhjól, stuðla að fleiri hjólreiðastígum o.sfrv.

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar og vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum, vatnsafli, jarðvarma og vindi. Fyrirtækið vinnur 73% allrar raforku í landinu, er langstærsti vinnsluaðili raforku á Íslandi. Um leið er fyrirtækið leiðandi í sjálfbærri nýtingu orkugjafa og stuðlar að aukinni þekkingu, nýsköpun og tækniþróun.

Lykill er eignaleiga og fjármögnar bíla, vélar, tæki og fleira þar sem forsvaranlegt er að allar eða meginhluti trygginga séu í búnaðinum sjálfum.

Mannvirkjastofnun starfar skv. lögum nr. 160/2010. Stofnunin skal tryggja samræmingu á byggingar- og eldvarnareftirliti og starfsemi slökkviliða í samráði við viðkomandi stjórnvöld og hafa yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum.

Mannvit er stærsta verkfræðistofa landsins  og hefur reynslu af fjölmörgum verkefnum á sviði orkuskipta í samgöngum t.d. framleiðslu lífeldsneytis, þá sérstaklega vinnslu metans úr hauggasi og framleiðslu lífdísils úr úrgangi. Auk þess tekið þátt í rannsóknarverkefnum varðandi framleiðslu lífetanóls, metans og metanóls.

Metan hf. var stofnað 20. ágúst 1999 af Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðisins bs. og Aflvaka hf. en núverandi eigandi er SORPA bs. Helsta viðfangsefni félagsins er þróun framleiðslu á íslensku metani og stuðla að aukinni notkun á umhverfisvænu ökutækjaeldsneyti.

Norðursigling er leiðandi fyrirtæki í hvalaskoðun á Íslandi og býður gestum sínum upp á einstaka upplifun á meðal sjávardýra og ævintýraferðir með bátum sem hafa sögu að segja.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. NMÍ heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun (nr. 75/2007).

Olís er verslunar- og þjónustufyrirtæki á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði, sem býður góðar, samkeppnishæfar vörur og rekur sölu- og þjónustukerfi í fremstu röð. Olís selur orkugjafa og aðrar rekstrarvörur, svo sem smurolíur, hreinsivörur og efnavörur svo og almennar neysluvörur til fyrirtækja og einstaklinga.

Olíudreifing Meginstarfsemi Olíudreifingar er dreifing og birgðahald á fljótandi eldsneyti fyrir eigendur sína N1 hf og Olíuverslun Íslands h/f og hefur Olíudreifing yfirtekið starfsemi móðurfélaganna á þessum sviðum. Félagið afgreiðir eldsneyti til viðskiptavina móðurfélaganna samkvæmt óskum félaganna eða samkvæmt beiðnum frá viðskiptamönnunum.

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. ON framleiðir einnig heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.

Orkey ehf er einkahlutafélag sem er að setja upp  verksmiðju sem vinnur lífdísil úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu.  Orkey er einnig í samstarfsverkefni með bændum í sambandi við  að framleiða olíu og fóður úr repju.

Orkusetur Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Orkusetrið er óháð og sjálfstæð eining sem vinnur að markmiðum sínum sem einskonar tengiliður milli stjórnvalda, almennings, fyrirtækja og stofnana.

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun. Orkustofnun fer meðal annars með stjórnsýslu í orkumálum og aflar þekkingar á nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda.

Orkuveita Reykjavíkur sef. er móðurfyrirtæki í samstæðu orku- og veitufyrirtækja sem kappkosta að mæta þörfum viðskiptavina með góðri þjónustu á sanngjörnu verði, traustum veiturekstri og hlýju viðmóti. Dótturfyrirtæki OR eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.

Rafey ehf sér meðal annars um breytingar á bensín/dísilbílum í rafbíla og þjónustu við rafbíla. Það hefur fyrirtækið einnig staðið að innflutningi á mótorum, stýringum og öðrum íhlutum fyrir rafbíla.

RARIK ohf er hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins sem hófu starfsemi sína þann 1. janúar árið 1947. Meginhlutverk fyrirtækisins hefur frá upphafi verið að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs. Í dag er aðalverkefni RARIK að dreifa raforkunni en dótturfélagið Orkusalan sér um framleiðslu og sölumál. Fyrirtækið rekur fimm virkjanir auk hita- og fjarvarmaveitna á fimm stöðum á landinu.

Reykjavíkurborg er höfuðborg Íslands, fjölmennasta sveitarfélag landsins og eina borgin. Þannig er Reykjavík efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg þungamiðja landsins. Opinbert heiti sveitarfélagins er Reykjavíkurborg.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið Verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins ná til fjölmargra sviða þjóðfélagsins og varða meðal annars samgöngur og fjarskipti, póstþjónustu, netöryggi og sveitarstjórnar- og byggðamál. 

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku.

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru hagsmunasamtök allra fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu. Samtökin voru stofnuð 11. nóvember 1998 og eru byggð á grunni Sambands veitinga- og gistihúsa og lögðu önnur hagsmunasamtök sem störfuðu innan ferðaþjónustunnar niður starfsemi sína á sama tíma. SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð.

Samtök iðnaðarins vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf. Meðal félaga eru fyrirtæki sem starfa að orkumálum í samgöngum. Innan SI starfar starfsgreinahópurinn CleanTech Iceland, sem eru samtök fyrirtækja í grænni tækni.

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) eru málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum. Samtökin vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja og stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.

Skeljungur er olíufélag með starfsemi á yfir 100 stöðum á landinu og hefur það að meginmarkmiði að þjónusta orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja hratt og örugglega í sátt við umhverfi sitt. Skeljungur selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka.

Toyota á Íslandi flytur inn Toyota- og Lexusbifreiðar. Í báðum tegundum er stuðlað að umhverfisvænni akstri og hagkvæmari rekstri með notkun Hybrid-kerfisins. Með Hybrid-kerfinu er orkan sem venjulega fer til spillis þegar bíllinn bremsar og hægir á sér nýtt aftur og breytt í rafmagn sem notað er til að knýja bílinn.

Tæknivit ehf. býður upp á margvíslegar tæknilausnir með aðaláherslu á sjálfvirkni í skráningum, gjaldtöku, aðgangsstýringu og afgreiðslu.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Hlutverk umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er að skapa umgjörð um umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu náttúrugæða með velferð og jafnrétti kynslóðanna að leiðarljósi.

Vegagerðin hefur skilgreint hlutverk sitt nánar á eftirfarandi hátt: Að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi.

Veitur ohf. sinna mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gæta þess að notendur hafi stöðugt aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Veitur er stærsta veiturfyrirtæki landsins. Það varð til við uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur í sérleyfisstarfsemi og samkeppnisstarfsemi í ársbyrjun 2014 til samræmis við kröfur í raforkulögum.

Verkfræðingafélag Íslands er samstarfsvettvangur til þess að efla verkfræðilega og vísindalegu þekkingu. VFÍ stendur vörð um lögverndað starfsheiti og gæði verkfræðinámsins og vinnur að hagsmunum félagsmanna sinna á breiðum grundvelli til framtíðar.

Verkís verkfræðistofa er framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldum greinum. er öflugt og framsækið ráðgjafarfyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræðiráðgjafar og skyldum greinum.

Leave a Reply