Helstu verkefni

Helstu verkefni sem unnin hafa verið á vettvangi Grænu orkunnar;

 • Starfshópur ráðuneyta um orkuskipta leitaði í júní 2019 til Grænu orkunnar vegna forgangsröðunar fjármagns til orkuskipta fyrir árið 2020. Afurðin var umfangsmikil skýrsla sem reifaði tillögur í fjórum flokkum: fólksbifreiðar, hópbifreiðar, hafnir og skip og loks landflutningar og vélar. Skýrsla starfhóps ráðuneyta leit dagsins ljós í febrúar 2020 og má finna hér.
 • Græna orkan hefur verið virk í ritun ábendinga og umsagnir í Samráðsgátt stjórnvalda. Ábendingar um Orkustefnu Íslands voru ritaðar í febrúar 2019, umsögn um Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skattlagningu ökutækja (Ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.) var send í gáttina í júlí 2019. Í desember sama ár sendi Græna orkan inn umsögn um Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.). Mál nr. 272/2019.
 • Þingsályktun um aðgerðaáætlun í orkuskiptum sem samþykkt var á Alþingi 31. maí 2017 en hún byggði meðal annars á vinnu Grænu orkunnarað aðgerðaáætlun um orkuskipti 2016.
 •  Áfangaskýrsla Grænu orkunnar var gerð opinber í apríl 2015. Í áfangaskýrslunni var farið yfir þann árangur sem náðst hefur síðan aðgerðaáætlun Grænu orkunnar var lögð fram á Alþingi í lok árs 2011. Hana má finna hér.
 • Þingsályktunartillaga – samþykkt þingsályktun í júní 2011
  • Sett var saman þingsályktunartillaga sem tók á þeim helstu viðfangsefnum sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hvaða stöðu Ísland ætti að skapa sér í alþjóðlegu umhverfi. Tillagan var lögð fyrir Alþingi á vorþingi 2011 og samþykkt samhljóða í þinginu í júní 2011.
  • Á vorþingi 2011 samþykkti Alþingi þingsályktun um að fela iðnaðarráðherra að stefna að orkuskiptum í samgöngum[1]. Í þingsályktuninni eru sett fram níu stefnumið sem lúta meðal annars að því að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til orkuskipta t.d. með skattaívilnunum og hagrænum hvötum. Jafnframt er lögð mikil áhersla á menntun og fræðslu, nýsköpun og rannsóknir á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Kveðið er á um að skattaumhverfi verði þróað áfram til að það hvetji bæði neytendur og fyrirtæki til orkuskipta í samgöngum og til framleiðslu endurnýjanlegra orkugjafa fyrir samgöngur.
 • Opin fundur hagsmunaaðila – hvað á Græna orkan að vera – klasa samstarf.  í desember 2010
  • Í byrjun desember 2010 var boðað til fundar allra hagsmunaðila með almennri kynningu og auglýsingu. Á fundinn mættu yfir 50 manns þar sem meðal annars GEKON kynnti hugmyndafræði klasasamstarfs og það starf sem þau hafa unnið við mótun jarðvarmaklasa á Íslandi. Jafnframt fóru fram umræður í hópum um stöðu orkuskipta á Íslandi, skilgreiningu á hlutverki hins opinbera vs. einkageirans o.s.frv. Niðurstöður þessa fundar hafa síðan nýst verkefnisstjórn við mótun framtíðarsýnar Grænu orkunar
 • Skýrsla vegna hagkvæmnigreiningar ólíkra orkugjafa á Íslandi – unnin af RHA
  • Unnin var að frumkvæði verkefnisstjórnar Grænu orkunar, skýrsla um þjóðhagslegt mat orkuskipta fyrir fólksbíla á Íslandi. Skýrslan var unnin af Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri. Helstu niðurstöður hennar voru þær að núverandi tækni hefði enn ákveðið forskot vegna kostnaðar og því nokkuð í samkeppnishæfni nýorku út frá kostnaðarsjónarmiðum
 • Stuðningur og tillögur vegna breytinga á lögum um innflutningsgjöld af bifreiðum og eldsneyti
  • Verkefnisstjórn veitti álit sitt og var fjármálaráðuneyti innan handar við gerð frumvarps um breytingar á lögum um innflutningsgjöld
 • Nýtt vefsvæði Grænu orkunar
  • Unnið hefur verið að uppsetningu á sjálfstæðum vef Grænu orkunar og tilfærslu upplýsinga af vefsvæði iðnaðaráðuneytis. Vef Grænu orkunar er ætlað að vera sameiginlegur upplýsingavettvangur allra þeirra sem starfa við eða hafa hagsmuni af orkuskiptum í samgöngum á Íslandi
 • Kynningarfundir með sveitarfélögum
  • Hafin er fundarröð með stóru sveitarfélögunum á landsvísu þar sem kynnt er það starf sem farið hefur fram á vegum Grænu orkunar og hvert hlutverk sveitarfélagana getur verið í því að liðka fyrir orkuskiptum. Fyrsti fundur var haldin með sveitarfélögum á Austfjörðum og er ætlað að fara hringinn um landið með slíka fundarröð
 • Opin fundur hagsmunaaðila – stefnumótun í orkuskiptum í samgöngum á Íslandi – í ágúst 2011
  • Í ágúst 2011 var aftur boðað til fundar hagsmunaðila í orkuskiptum undir yfirskrift stefnumótunarinnar. Farið var yfir stöðu verkefnisins og síðan unnið með ýmis viðfangsefni í minni hópum. Ógrynni góðra tillagna og hugmynda skiluðu sér úr þeirri vinnu sem nýst hafa verkefnisstjórn í vinnslu stefnumótunarinnar. Á fundinum voru um 70 aðilar úr stjórnsýslu og einkageiranum
 • Fyrirlestrar og kynningar fyrir félagasamtök, kynning á orkuskiptum í fjölmiðlum
  • Fulltrúar úr verkefnisstjórn hafa mætt á fundi þar sem óskað hefur verið eftir kynningu á starfi Grænu orkunar. Slíkir fundir hafa verið ýmist á vegum Rotary klúbba, háskólanna, sveitarfélaga o.s.frv. Jafnframt hefur fjölmiðlum verið kynnt það starf sem fram fer sem meðal annars skilaði sér í mjög ítarlegri umfjöllun í Fréttablaðinu á haustmánuðum 2011
 • Skilgreining á hugtökum sem tengjast orkuskiptum í samgöngum
  • Töluverð vinna hefur verið lögð í skilgreingu á þeim helstu hugtökum sem notast er við í tengslum við orkuskipti í samgöngum. Tilgangurinn er fyrst og fremst að minnka flækjustig og gera stjórnsýslunni auðveldara að vinna með skilgreiningu ólíkra orkugjafa og tæknilausna. Þessar skilgreiningar eru m.a. notaðar til grundvallar þegar tillögur að ívilnunum eru lagðar fyrir Alþingi
 • Tillögugerð vegna ívilnana í tengslum við orkuskipti í samgöngum vegna fjárlaga 2012
  • Verkefnisstjórn hefur unnið að gerð tillagna fyrir ráðherra varðandi ívilnanir í skattkerfi til þess að liðka fyrir orkuskiptum. Bæði er um að ræða tillögur um hvað skuli gert og ekki síður að sátt náist á pólitískum grunni um hversu lengi sérstakar ívilnanir munu gilda í tengslum við orkuskipti í samgöngum. Þessar tillögur munu verða lagðar fyrir Alþingi á haustmánuðum 2011
 • Skýrsla “Stefnumótun í orkuskiptum í samgöngum”
  • yfirlit stöðu orkuskipta
  • framtíðarsýn
  • aðgerðaáætlun
 • Framtíðarrekstur Grænu orkunar
  • Unnið hefur verið að mótun framtíðarrekstar Grænu orkunar þar sem núverandi verkefnisstjórn líkur störfum með útgáfu skýrslu um stefnumótun í orkuskiptum. Í skýrslunni eru útlistaðar þær hugmyndir.

 


[1] Þingsályktun um orkuskipti í samgöngum. http://www.althingi.is/altext/139/s/1658.html

 

Leave a Reply