Minnispunktar stjórnar Grænu Orkunnar des 2024
Stjórn Grænu Orkunnar fundaði nýlega með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að fylgja eftir uppfærðri áætlun í loftslagsmálum.
Minnispunktar stjórnar Grænu Orkunnar des 2024
Stjórn Grænu Orkunnar fundaði nýlega með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að fylgja eftir uppfærðri áætlun í loftslagsmálum.
Kæri viðtakandi.
Innviðaráðuneytið beinir til meðlima Grænu Orkunnar möguleika á að veita umsögn um tillögur í Samgönguáætlun sambandsin. Áætlunina má finna hér:
https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401679 .
Ef þið hafið áhuga að koma á framfæri umsögn vinsamlegast sendið til okkar fyrir 5 nóvember næstkomandi.
ribes@newenergy.is
Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fór fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:
Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi.
Hægt er að nálgast ársskýrslu félagsins hér.
Í kjölfar stefnumótunarvinnu á undanförnu starfsári leggur stjórn til all nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem endurspegla breytta stöðu í orkuskiptum en einnig markmið stjórnvalda. Sjá í skjali hér neðar:
María Jóna, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hélt erindi í lok aðalfundar. Glærur hennar má skoða hér:
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum standa fyrir málþingi á Grand hóteli í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Á málþinginu verða helstu áskoranir og tækifæri í orkuöflun framtíðar fyrir köld svæði rædd, en þar halda meðal annars erindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku, og loftslagsráðherra, Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er formaður samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, og opnar hún málþingið.
Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:
Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.
Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.
N1 og Tesla á íslandi hafa undirritað rammasamning sem felur í sér áform um uppbyggingu hraðhleðslustöðva við þjónustustöðvar N1 víðs vegar um landið.
Þá mun N1 setja upp níu nýja hraðhleðslugarða innan tveggja ára. Samtals eru því áform um nítján nýja hraðhleðslugarða og mun hraðhleðslustæðum við þjónustustöðvar N1 fjölga um meira en 150 á þessu tímabili,“ segir ennfremur í tilkynningu frá N1.
Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.
Bílarnir þurfa að:
Undir fyrirkomulagið falla:
Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.