Saga

ráðherra afhjúpar merki Grænu orkunar

Um mitt ár 2010 stofnaði iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, til verkefnisins Græna orkan – vistorka í samgöngum. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að hefja markvissa stefnumótun um orkuskipti í samgöngum á Íslandi. Ísland hafði þá þegar undirgengist ákveðnar skuldbindingar í Evrópu varðandi aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum auk þess sem uppi voru hugmyndir varðandi slík markmið hér innanlands. Upphafleg verkefnisstjórn, sem fyrst og fremst var skipuð fulltrúum úr stjórnsýslunni, hafði það hlutverk að samræma rödd stjórnsýslunnar og móta grunnáherslu sem Græna orkan skildi standa fyrir. Þingsályktun sem samþykkt varsamhljóða á Alþingi á vormánuðum 2011 er sá grunnur sem starfað hefur verið eftir. Jafnframt vann sú verkefnisstjórn að því að kalla saman alla hagsmunaðila með opnum fundum og til varð jafnframt vefsvæði undir vef iðnaðarráðuneytis þar sem fyrstu upplýsingar birtust.

Vorið 2011 taldi ráðherra rétt að víkka út verkefnisstjórnina og fá skýrari aðkomu einkageirans, meðal annars í því skyni að bæta samhljómin milli stjórnsýslu og atvinnulífsins auk þess sem komin var tími til að móta skýra stefnu Íslands og setja af stað nauðsynleg verkefni sem gera myndu Íslandi kleift að standa við þau markmið sem sett voru. Ný verkefnisstjórn var skipuð á vormánuðum en hóf starf sitt af fullum krafti að loknum sumarleyfum. Haldin hefur verið opin stefnumótunarfundur hagsmunaðila þar sem lögð var áhersla á að sjónarmið sem flestra kæmu uppá yfirborðið og að sú stefnumótun sem verkefnisstjórn myndi skila af sér, tæki tillit til allra þeirra ólíku hagsmuna sem tengjast verkefninu. Samhliða hefur verkefnisstjórnin unnið að ýmsum hagnýtum viðfangsefnum eins og sjálfstæði vefsvæðins sem varð að veruleika í nóvember, tillögugerð vegna fjárlaga fyrir árið 2012 sem styðja orkuskiptin með tilteknum ívilnunum og ekki síst að móta tímaramma á það hversu lengi slíkar ívilnanir gætu staðið og þar með gera markaðnum kleift að móta sínar aðgerðir og fjárfestingar.

Leave a Reply