Stjórn Grænu orkunnar boðar til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 25. maí næstkomandi klukkan 16. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9.
Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfund og er einungis eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða –stofnun. Félagsmenn teljast þeir sem greiða aðildargjald og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt en aðildargjöld skulu greiðast fyrir 23. maí.
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun árgjalds
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
- Fundi slitið
Á síðasta aðalfundi, sem jafnframt var fyrsti aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, voru fjórir einstaklingar kosnir í stjórn til tveggja ára. Ekki verður því kosið í stjórn að þessu sinni.
Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, skulu hafa borist til amk@newenergy.is a.m.k. 7 dögum fyrir aðalfund.
Að loknum hefðbundnum fundarstörfum mun Ágústa Loftsdóttir, verkefnisstjóri hjá Orkustofnun í eldsneytismálum og vistvænni orku, fara yfir helstu atriði nýrrar eldsneytisspár Orkuspárnefndar.