Næstkomandi mánudag, 13. júní, munu norrænir vísindamenn og Alþjóða orkumálastofnunin (IEA), kynna skýrslu um viðhorf til orkutækni og þróun orkumarkaðarins á Norðurlöndunum til ársins 2050.
Skýrslan, Viðhorf til orkutækni á Norðurlöndunum 2016 (Nordic Energy Technology Perspectives 2016) er norræn útgáfa af sambærilegri alþjóðlegri skýrslu. Í skýrslunni kemur fram að í gegnum svæðisbundið samstarf geta Norðurlönd náð nánast kolefnishlutlausu orkukerfi árið 2050 og dregið úr kolefnisútblæstri í Evrópu með útflutningi á hreinni raforku.
Sjá nánar á síðu Orkustofnunar og NETP, dagskrá fundarins hér.
Skráning til þátttöku hér.