Græna orkan vill vekja athygli á ráðstefnunni Making Marine Applications Greener sem félagið stendur að í samstarfi við Nordic Marina, norrænt tengslanet um aukningu hluta vistvænna orkugjafa í haftengdri starfsemi.
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 4. október frá 8:30 til 17:00. Í lok hennar verða veitt verðlaun í hugmyndasamkeppninni um Vistvæn skip. Fjölmargir fyrirlesarar munu fjalla um norræn verkefni og rannsóknir er tengjast vistvænni orku í haftengdri starfsemi og má þar nefna fulltrúa Wärtsilä, Bellona, Statens Vegvesen í Noregi, Prototech, Háskólans í Reykjavík, Selfa og EFLU. Innifalið í 7000 króna ráðstefnugjaldi er kaffi, hádegismatur, móttaka í lok dags auk ferðar með rafdrifnu seglskútunni Opal.
Hér má nálgast upplýsingar um ráðstefnuna og skrá sig til þátttöku: http://nordbio2016.yourhost.is/marina-4-october/