Dagskrá Umhverfismatsdagsins er að þessu sinni helguð nýjum áskorunum og aðferðum á sviði umhverfismats.
Í fyrri hluta málþingsins verður fjallað um ýmsar nýjar áskoranir sem tengjast mati á umhverfisáhrifum, svo sem út frá nýlegum dómum og úrskurðum, alþjóðlegum markmiðum í loftslagsmálum, nýrri vistgerðarflokkun íslenskrar náttúru og lagaumgjörð mats á umhverfisáhrifum.
Í seinni hluta málþingsins munu síðan sérfræðingar sem koma að umhverfismati úr ólíkum áttum deila hugleiðingum um hvernig nýjar áskoranir og aðferðir birtast í þeirra störfum tengt náttúruvernd, samráði, línulögnum, vegagerð og fleira.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Skráning fer fram á vef Skipulagsstofnunar hér.
Facebook viðburð og frekari upplýsingar er að finna hér.