Umhverfis- og auðlindaráðuneytið stendur fyrir málþingi í vikunni um Árósasamninginn og reynsluna af honum þau sjö ár sem samningurinn hefur verið í gildi hér á landi.
Árósasamningurinn var fullgiltur á Íslandi 2011 en samningurinn leggur skyldur á aðildarríkin að tryggja almenningi aðgengi að upplýsingum um umhverfismál, að geta haft áhrif á ákvarðanatöku sem snertir umhverfið og geta borið ákvarðanir er snerta umhverfið undir óháða úrskurðaraðila.
Sjá nánar í viðburði á Facebook og síðu UAR.