Í liðinni viku stóð Græna orkan að málstofu í samvinnu við Hafið – Öndvegissetur um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins. Hún var vel sótt og í lok framsöguerinda spunnust líflegar umræður og fyrirlesarar svöruðu fjölmörgum spurningum gesta af einurð og samviskusemi. Fundinum var streymt á þessari vefslóð og sjá má afrit af glærum fyrirlesara á síðu Grænu orkunnar hér.
Í beinu framhaldi af málstofunni var aðalfundur Grænu orkunnar – Samstarfsvettvangs um orkuskipti haldinn. Hér má lesa skýrslu stjórnar og skoða ársreikning félagsins. Á fundinum voru kosin í aðalstjórn
Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun, til 2 ára
Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, til 1 árs
Sigurður Ástgeirsson, Ísorku, til 2 ára
Einnig voru Sigríður Ragna Sverrisdóttir, Hafinu og Skúli K. Skúlason, Bílgreinasambandinu sjálfkjörin í varastjórn. Við hjá Grænu orkunni þökkum stjórn síðastliðins árs fyrir farsælt samstarf og hlökkum til samvinnu með nýrri stjórn.