Nýir stjórnarmenn Grænu orkunnar, sem kosnir voru á aðalfundi félagsins 10. apríl síðastliðinn, tóku til starfa í dag. Það eru þau Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun, sem jafnframt verður formaður stjórnar, Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sigurður Ástgeirsson, Ísorku. Fyrir sitja Ásta Þorleifsdóttir, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Benedikt S. Benediktsson, Fjármála- og efnahagsráðuneyti, Erla Sigríður Gestsdóttir, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Helga Barðadóttir, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Gunnar Páll Stefánsson, Mannviti.