Nú eru síðustu forvöð að skrá sig með svokölluðum early bird afslætti á Norrænu vetnisráðstefnuna HFC Nordic sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík dagana 9.-10. október næstkomandi. Skráningargjald hækkar eftir 15. september úr 18.000 í 24.000 krónur.
Dagskráin hefst á heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem skoðaður verður rafgreinir Orku náttúrunnar en hann framleiðir vetni fyrir vetnisstöðvar Orkunnar sem opnaðar voru í júní síðastliðnum. Ráðstefnan sjálf er frá hádegi til hádegis og býður meðal annars upp á fyrirlestra fulltrúa Hyundai, Nel Hydrogen, PowerCell, Scania, Thinkstep og Toyota svo fáeinir séu nefndir. 6.000 króna afsláttur af ráðstefnugjöldum er í boði fyrir þá sem ganga frá skráningu fyrir 15. september. Skráning fer fram á vefsíðu ráðstefnunnar hér. Upplýsingar veitir Anna Margrét Kornelíusdóttir í tölvupósti í netfangið amk@newenergy.is og í síma 863-6506.