Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Hádegisfyrirlestur 15. mars um lífeldsneyti

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

No photo description available.

Föstudaginn 15. mars verður áttundi viðburður í fyrirlestraröð Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Að þessu sinni munum við fjalla um innlenda framleiðslu lífeldsneytis.

Fyrirkomulagið með hefðbundnum hætti, húsið opnar klukkan 11:30 með léttum veitingum en formleg dagskrá er 12:00-13:00.

Hjalti Þór Vignisson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar hjá Skinney-Þinganesi og Sandra Rán Ásgrímsdóttir hjá Mannviti munu fjalla um verkefni sem snýr að repjuræktun og framleiðslu á umhverfisvænni skipaolíu og er unnið í samstarfi við Samgöngustofu. Þess má geta að í október síðastliðnum hlaut Skinney-Þinganes umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Fleiri erindi um lífeldsneyti verða staðfest á næstu dögum.

Fyrirlestrarnir fara fram í Orkugarði, Grensásvegi 9 en þangað ganga strætisvagnar númer 2, 3, 6, 14, 15, og 17 og yfirbyggð hjólageymsla er á bakvið húsalengjuna, við hliðina á Frumherja.
Viðburðurinn er öllum opinn, aðgangur ókeypis og verður honum streymt.

Sjá nánar um viðburðinn hér á Facebook.