Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Aðalfundur Grænu orkunnar

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Aðalfundur Grænu orkunnar fór fram miðvikudaginn 10. apríl síðastliðinn. Á fundinum voru tveir nýir stjórnarmenn kjörnir sem munu sitja í tvö ár fyrir hönd atvinnulífsins en það voru þau Gunnar Valur Sveinsson, Samtökum ferðaþjónustunnar, og María Jóna Magnúsdóttir, Bílgreinasambandinu. Græna orkan býður þau velkomin til starfa og þakkar jafnframt Gunnari Páli Stefánssyni hjá Mannviti fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin tvö ár.

Að loknum aðalfundinum hélt Erik Lorentzen, Norska rafbílasambandinu fyrirlestur um þróun rafbílavæðingar í Noregi og næstu skref hennar til framtíðar. Um 70 manns mættu á fyrirlesturinn en einnig var streymt frá fundinum í beinni útsendingu á Facebook. Hér má finna upptöku af fyrirlestrinum og hér má nálgast glærur Eriks á pdf sniðmáti.