Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Útgáfu- og umræðufundur um Vegvísi Hafsins Öndvegisseturs

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Græna orkan vekur athygli á opnum fundi Hafsins – Öndvegisseturs á morgun, föstudagin 7. júní kl. 13:30-15:00 í Orkugarði, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Nú er komið að útgáfu Vegvísis um vistvænan sjávarútveg og haftengda starfsemi á Íslandi, sem Hafið – Öndvegissetur hefur unnið að síðustu misserin.

Vegvísinum er ætlað að gefa yfirsýn yfir tiltekna þætti og vonast er til að hann veiti góðan umræðugrundvöll um þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir og best verða leyst með samstarfi, þvert á samfélagið.

Vegvísirinn hefur verið gefinn út á prenti og verður honum dreift á fundinum og rafræn útgáfa gerð aðgengileg.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta, kynna sér Vegvísi Hafsins og taka þátt í áhugaverðum umræðum um málefnin. Fundurinn er öllum opinn, meðan húsrúm leyfir en að honum loknum verður upptaka aðgengileg hér.