Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Græna orkan aðalfundur 2020

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram 22. október 2020 9:00-10:30 í gegnum fjarfundakerfið Zoom.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar

         Óskað er eftir framboðum í stjórn Grænu orkunnar. Frambjóðendur kynna               sig stuttlega (3-4 mínútur á mann).

7.Önnur mál

Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður boðið upp á tvo 15-20 mínútna fyrirlestra á meðan á atkvæðagreiðslu stendur.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 10:30.

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Samþykkt félagsgjald hækkar nú miðað undanfarin ár og var hækkunin samþykkt á aðalfundi félagsins 2019. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2020 munu birtast rafrænt í netbanka aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 21. október 2020 og ættu að berast félagsmönnum í vikunni.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 15. október 2020, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Stjórn Grænu orkunnar leggur til breytingar á 7. grein samþykkta félagsins. Núverandi orðalag er eftirfarandi:

7.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum auk formanns. Fjórir stjórnarmenn skuli koma úr hópi félagsmanna og eru kjörnir til tveggja ára í senn á aðalfundi. Fjórir stjórnarmenn skuli koma frá hinu opinbera. Óska skal eftir því að hvert ráðuneyti skipi einn fulltrúa (umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið). Stjórnarmenn eru skipaðir til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi nema tveir úr stjórn. Til þess að svo megi verða, skal á þriðja aðalfundi félagsins, árið 2017, kjósa um tvo stjórnarmenn til eins árs og tvo til tveggja ára. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn en þeir skulu þó ekki sitja lengur en sex ár samfleytt í stjórn. Á aðalfundir skal einnig kjósa 2 varamenn, fyrsta varamann og annan varamann, sem taka skulu sæti kosinna stjórnarmanna sem frá þurfa að hverfa á starfsárinu. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins og verkefnisstjóri fara með málefni félagsins milli aðalfunda. Verkefnastjóri boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

 Breytingartillaga stjórnar á greininni hljóðar svo með breytingu rauðletruðum texta hér.

7.gr. Stjórn félagsins skal skipuð 7 félagsmönnum auk formanns. Fjórir stjórnarmenn skuli koma úr hópi félagsmanna og eru kjörnir til tveggja ára í senn á aðalfundi. Fjórir stjórnarmenn skuli koma frá hinu opinbera. Óska skal eftir því að hvert ráðuneyti skipi einn fulltrúa (umhverfis- og auðlindaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið). Ráðuneytin tilnefna sína fulltrúa til tveggja ára í senn.  Kjörnir fulltrúar eru skipaðir til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi nema tveir úr stjórn. Til þess að svo megi verða, skal á þriðja aðalfundi félagsins, árið 2017, kjósa um tvo stjórnarmenn til eins árs og tvo til tveggja ára. Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn en þeir skulu þó ekki sitja lengur en sex ár samfleytt í stjórn. Á aðalfundi skal einnig kjósa 2 varamenn, fyrsta varamann og annan varamann, sem taka skulu sæti kosinna stjórnarmanna sem frá þurfa að hverfa á starfsárinu. Stjórn skiptir með sér verkum, en formaður skal valinn úr hópi kjörinna félagsmanna. Stjórn félagsins og verkefnisstjóri fara með málefni félagsins milli aðalfunda. Verkefnastjóri boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

Óskað er eftir framboðum í stjórn Grænu orkunnar fyrir hönd atvinnulífsins og er stjórnarseta til tveggja ára. Tvö sæti í stjórn eru laus og tvö sæti varamanna. Varamenn taka sæti aðalmanna þurfi þeir frá að hverfa úr stjórn á starfsárinu.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 15. október 2020.

Hlekkur til þátttöku á fundinum og til kosninga verður sendur félögum í tölvupósti þegar nær dregur.