Græna orkan, Verkís og Orkustofnun stóðu fyrir vefviðburði á Zoom í hádeginu 9. júní. Þar fjallaði Kjartan Jónsson, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur hjá Verkís um verkefni sem nýlega var unnið fyrir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stöðu rafvæðingar hafna á Íslandi.
Tilgangur verkefnisins var meðal annars að skapa góða yfirsýn yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur varðandi rafvæðingu hafna, með það að markmiði að styðja við þróun á notkun umhverfisvænni orkugjafa fyrir skip sem liggja við bryggju. Skýrslan hefur verið birt á vefsíðu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Fundarstjóri var Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Grænu orkunni.
Sjá nánar á facebook síðu viðburðar en fylgjast má með í beinni útsendingu hér.
Glærur Kjartans má nálgast hér: