Græna Orkan boðar til vinnufundar í Orkugarði, Grensásvegi 9, þann 2. desember næstkomandi frá 13:15-17:00. Markmið fundarins er að kalla saman til skrafs og ráðagerða þá aðila sem hafa lýst yfir áhuga á þátttöku í verkefnum tengt orkuskiptum í samgöngum. Græna Orkan hefur nú verið starfandi í tæpt ½ ár og verið vistuð hjá iðnaðarráðuneytinu. Á sínum tíma lýsti iðnaðarráðherra því yfir að vonandi í framtíðinni væri hægt að byggja upp klasasamstarf milli aðila sem eru að vinna að verkefnum tengdum orkuskiptum í samgöngum. Eins og þið vitið öll þá eru orkuskipti og fyrirtæki tengd þeim frekar ung og flest enn á kafi í rannsóknar eða undirbúningsvinnu. Græna Orkan hefur því áhuga á að kanna hvort grundvöllur sé fyrir slíku klasasamstarfi eða hvort rétt sé að reka Grænu Orkuna á annan hátt – t.d. sem eins konar samtök, sem upplýsingamiðstöð fyrir fyrirtæki í þessum geira eða á annan hátt. Til að kanna þetta viljum við bjóða ykkur til þessa vinnufundar. Vonandi geta flestir séð sér fært að koma og viljum við heyra sem flestar hugmyndir.
Nánari upplýsingar og dagskrá fundarins
Til að halda utan um fjölda þátttakenda viljum við endilga biðja ykkur um að láta vita hvort þið takið þátt eða ekki með því að tilkynna þátttöku ykkar á glk@newenergy.is