Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fól Íslenskri Nýorku að gera óformlega netkönnun á stöðu hleðslustöðva fyrir rafbíla og notkun þeirra á meðal rafbílaeigenda í sumar. Verkefnið er unnið fyrir starfshóp ráðuneyta um orkuskipti og fór könnunin fram í júlí og ágúst 2021.
Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvar í hleðslukerfi landsins eru flöskuhálsar, ef einhverjir. Könnunin átti að gefa vísbendingar um hvar mest væri hlaðið og hvort nauðsynlegt sé að veita frekara fjármagni til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla um landið allt.
Á þessum viðburði mun Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri hjá Íslenskri Nýorku, kynna helstu niðurstöður könnunarinnar. Hann fer fram á Zoom klukkan 13, fimmtudaginn 8. nóvember og er öllum opinn. Lykilorð til að komast inn á fundinn er 7913.