Opið er fyrir umsóknir í Loftslagssjóð til 9. desember næstkomandi klukkan 15.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni og fræðslu- og kynningarverkefni sem stuðla að samdrætti í losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun.
Að þessu sinni er boðið er upp á tvær tegundir styrkja til eins árs:
- Styrki til nýsköpunarverkefna sem m.a. er ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun
- Styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál
Sjá nánar á vef Rannís.