Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Aðalfundur Grænu orkunnar 5. maí 2022

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 5. maí 2022 13:30-15:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Breytingar á samþykktum
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Önnur mál

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Orkuskipti: Umbreytingar til 2030. Boðið verður upp á erindi frá ýmsum aðilum sem tengjast eldsneytisframleiðslu og -dreifingu, bæði hefðbundnu kolvetni og vistvænu eldsneyti.

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:30.

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Félagsgjald er kr. 50.000 fyrir fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn en kr. 12.500 fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2022 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 4. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 28. apríl 2022, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir 28. apríl 2022.