Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Aðalfundur Grænu orkunnar og málþing um orkuskipti til 2030

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 5. maí 2022 13:30-16:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Orkuskipti: Umbreytingar til 2030. Fyrir þá sem það kjósa, verður hægt að fylgjast með í streymi. Skráning á viðburðinn fer fram hér.

Dagskráin verður eftirfarandi:

13:30 Fundarsetning

13:40 John Winterbourne, Ballard Power Systems

14:00 Ómar Sigurbjörnsson, Carbon Recycling International

14:20 Auður Nanna Baldvinsdóttir, Samtökum vetnis- og rafeldsneytisframleiðenda

14:40 Hefðbundin aðalfundarstörf

15:15 Fundarslit

Boðið verður upp á léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Skýrslu stjórnar má nálgast hér.

Fyrir þá sem mæta í Borgartún er gott að hafa í huga að strætisvagnar 4, 12, og 16 ganga þangað og auðvelt er að nálgast rafskútur víðs vegar um borgina sem má nota til að komast á leiðarenda.