Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Loftslags vegvísar atvinnulífsins kynntir

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00
Samstarfsaðilar verkefnahóps Loftslagsvegvísa atvinnulífsins

Í byrjun júní afhentu ellefu atvinnugreinar Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra 332 tillögur að aðgerðum sem stuðla eiga að auknum samdrætti í losun atvinnugreina. Afhendingin fór fram á Grænþingi í Hörpu 8. júní, í tengslum við útgáfu Loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA). LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda og var vinnan unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Loftslagsvegvísar atvinnulífsins eru lifandi skjöl sem verða uppfærð reglulega, en einnig verður hægt að bæta við atvinnugreinum eftir því sem verkefninu vindur fram. Vefsíða verkefnisins heldur utan um vegvísa fyrir hverja atvinnugrein ásamt uppfærðum aðgerðum og framvindu þeirra.