Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Ný skýrsla um stöðu kvenna í orku- og veitugeiranum sýnir að lítil breyting hefur orðið á stöðu kynjajafnréttis þegar kemur að ákvörðunar- og áhrifavaldi

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00
Staða kvenna í orku- og veitugeiranum miðað við síðustu skýrslu, sem kom út 2021

Í vikunni gáfu Konur í orkumálum út fjórðu skýrsluna um áhrifa- og ákvörðunarvald kvenna í 12 stærstu orku- og veitufyrirtækjum á Íslandi. Skýrslan er gefin út annað hvert ár í samstarfi við EY og kom fyrst út árið 2017.

Helstu niðurstöður skýrslunnar 2023

  • Ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna hefur farið úr 36 prósentustigum niður í 32%
  • Ennþá gegnir aðeins ein kona stöðu æðsta stjórnanda í þessum 12 fyrirtækjum úrtaksins
  • Frá síðustu útgáfu hafa fimm nýir forstjórar verið ráðnir, fjórir karlar en einungis ein kona
  • Tækifæri voru til að ráða fleiri konur í framkvæmdastjórn á síðustu 2 árum en í staðinn lækkaði hlutfall kvenna
  • Kvenkyns stjórnarformönnum hefur fækkað um 25%, eru nú aðeins þriðjungur
  • Enginn kvenkyns framkvæmdastjóri yfir 60 ár
  • Tvöfalt fleiri kvk en kk framkvæmdastjórar á aldursbilinu 30-44 ára
  • Vísbendingar um að forveri sé viðmið í ráðningum

Sjá nánar hér.