Þann 30 október hefst ráðstefna í Osló um verkefni Akershus/-Oslo um hreintækni á vegum sveitarfélagsins ( www.cleantransport.no ). Sú ráðstenfa stendur í einn og hálfan dag ( til kl 3) en strax á eftir fylgir norræna vetnis- og rafalaráðstefnan sjá www.hydrogen.no/hfcnordic . Í Noregi er nú að finna stóran flota rafhleðslubíla og rafhleðslustöðva. Einnig verður ítarlega fjallað um notkun Oslóborgar á vetnisstrætisvögnum og vetnisbílanna sem keyptir voru í vor frá Koreu.
Á síðari hluta ráðstefnunnar verður greint frá markasðetningu, samvinnu á Norðurlöndunum, nýjustu rannsóknum og verkefnum með nýjustu vetnis- og rafgeymanotkun í samgöngum. Drög að dagskrá má finna hér.