Græna orkan boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 24. mars næstkomandi klukkan 15. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Orkugarðs, Grensásvegi 9.
Félagsmenn teljast þeir sem greiða aðildargjald og öðlast þannig kjörgengi og kosningarétt en aðildargjöld skulu hafa verið greidd fyrir 15. mars síðastliðinn. Aðeins félagsmenn mega sitja aðalfund og er einungis eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun.
Tilkynningar um þrjú framboð úr hópi félagsmanna bárust. Berglind Rán Ólafsdóttir býður sig fram fyrir hönd Landsvirkjunar. Ólafur Jóhannesson, CRI, býður sig fram fyrir hönd Samtaka iðnaðarins. Skúli K. Skúlason, BL, býður sig fram fyrir hönd Bílgreinasambandsins.
Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun árgjalds
6. Kosning stjórnar
7. Önnur mál
8. Fundi slitið