Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Aðalfundur Grænu orkunnar

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Aðalfundur Grænu orkunnar var haldinn í Orkugarði 24. mars síðastliðinn.

Stjórnarformaður, Bryndís Skúladóttir, fór yfir skýrslu stjórnar og helstu verkefni Grænu orkunnar frá síðasta aðalfundi, sem haldinn var í nóvember 2014.

Fram kom í máli formanns að aðgerðir Grænu orkunnar hefðu skilað árangri m.a. í auknu hlutfalli endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngu á landi og aukningu á fjölda vistvænna bifreiða á Íslandi. Sjá nánar í skýrslu stjórnar og skýrslu Grænu orkunnar, Orkuskipti í samgöngum – áfangaskýrsla 2015, sem gerð verður opinber á næstu vikum.

Fjórir stjórnarmenn úr röðum félagsmanna voru sjálfkjörnir á fundinum og verður stjórn Grænu orkunnar eftifarandi:

  • Ásta Þorleifsdóttir, innanríkisráðuneyti
  • Benedikt S. Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðuneyti
  • Berglind Rán Ólafsdóttir, Landsvirkjun
  • Erla Sigríður Gestsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Guðmundur Ólafsson, Mannviti hf.
  • Ólafur Jóhannsson, Samtökum iðnaðarins
  • Skúli K. Skúlason, Bílgreinasambandinu

Umhverfisráðuneyti mun skipa fulltrúa í stjórn á næstu dögum. Græna orkan þakkar Bryndísi Skúladóttur, Teiti Gunnarssyni og Ingvari Pétri Guðbjörnssyni fyrir farsælt samstarf.