Umhverfisvæn ökutæki í Bandaríkjunum

Hlutdeild seldra umhverfisvænna ökutækja í Bandaríkjunum er ekki mikil. Hybrid bílar eru þar mest seldir eða 3,3% af öllum seldum bílum. Greinin hér fyrir neðan skýrir hvernig bílaframleiðendur ætla að reyna að ná þeim mörkum sem stjórnvöld hafa sett. En neytendur stjórnast af verðinu og þeim tæknilausnum sem uppfyllir þarfir þeirra til ökutækisins.

Fréttin hér í heild sinni.

Heimsókn Grænu Orkunnar í Gufunes

Meðlimum Grænu Orkunnar var boðið í heimsókn í Gufunesið að skoða starfstöðvar Metanorku, Íslenska Gámafélagsins og Vélamiðstöðvarinnar (metanbill.is) í síðustu viku.

Heimsóknin byrjaði á fyrirlestri um starfsemina og endaði á skoðunarferð um svæðið þar sem metanstöð og verkstæðið var skoðað. Auk þess var þátttakendum sýnd lífdíselframleiðslan sem er á svæðinu.

Heimsóknin var vel heppnuð í alla staði og þátttakan góð, eða um 30 manns.

Hér má finna bækling með samantekt frá kynningunni.