Category Archives: Óflokkað
Málþing: Er íslensk orka til heimabrúks?
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum standa fyrir málþingi á Grand hóteli í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Á málþinginu verða helstu áskoranir og tækifæri í orkuöflun framtíðar fyrir köld svæði rædd, en þar halda meðal annars erindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku, og loftslagsráðherra, Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er formaður samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, og opnar hún málþingið.
Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:
Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2024
Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.
Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.
Grænir dagar Háskóla Íslands 27.-29. febrúar!
Stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók við af VSK ívilnun um áramót
Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.
Styrkurinn nær til:
- fólksbíla sem taka að hámarki 9 farþega (flokkur M1)
- sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)
Bílarnir þurfa að:
- vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
- kosta minna en 10 milljónir
- vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur
Undir fyrirkomulagið falla:
- rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
- vetnisbílar með efnarafal
Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.
Nýársfundur Orkuklasans 10. janúar 2024
Þann 10. janúar næstkomandi mun Orkuklasinn halda nýársfund vettvangsins og greinarinnar og slá taktinn á því sem framundan er í orkumálum.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu klasans.
Gleðileg græn jól 🎄
Örkynningar Orkusjóðs og Grænu orkunnar – Beint streymi kl. 14
Örkynningar Orkusjóðs og Grænu orkunnar 23. október 2023
Í september mánuði úthlutaði Orkusjóður rúmlega 900 milljónum til orkuskipta verkefna sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta í staðinn vistvæna, endurnýjanlega orku.
Af því tilefni bjóða Græna orkan, Orkusjóður og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið til örkynninga á Nauthóli 23. október. Fundinum verður einnig streymt. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála mun flytja opnunarávarp en svo fjalla styrkþegar um verkefni sín, sem eru afar fjölbreytt, misstór og verða unnin í mörgum atvinnugreinum.
Öll velkomin! Kaffi og léttar veitingar verða í boði að loknum kynningum. Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.
Svo unnt sé að áætla magn veitinga og koma í veg fyrir matarsóun er skráning á staðfund æskileg. Skráning fer fram hér.
Mikill áhugi fyrir fundi um grænar samgöngur milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og höfuðborgarsvæðisins
Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneytið, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa fyrir opnum fundi 12. október um samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn fer fram í Salnum í Kópavogi en verður einnig í beinu streymi. Skráning fer fram hér.
DAGSKRÁ
• Hágæðasamgöngur fyrir heimsborg | Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
• Í átt að öflugri og kolefnishlutlausum almenningssamgöngum til Keflavíkurflugvallar | Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri samgönguáætlunar hjá Innviðaráðuneytinu
• Þróunaráætlun Kadeco K64 – Keflavik Reykjavik Link KRL | Samúel Torfi Pétursson, þróunarstjóri hjá Kadeco
• Sagan og staðan – flugrúta, fluglest og fleiri hugmyndir | Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur
• Pallborð: Hver eru næstu skref?
Þátttakendur í pallborði: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Árni Freyr Stefánsson, Innviðaráðuneytið; Samúel Torfi Pétursson, Kadeco og Bryndís Friðriksdóttir, Vegagerðin.
• Val á samgöngulausnum – flugvallartengingar og reynslusögur | Thomas Potter, technical expert, Norconsult heldur erindi á ensku
• Grænni og snjallari samgöngur um allan heim | Carl Åge Björgan, framkvæmdastjóri Alstom í Noregi og Íslandi heldur erindi á ensku
• Tengingin milli Helsinki og Vantaa flugvallarins | Henry Westlin, borgarverkfræðingur Vantaa heldur erindi á ensku
• Pallborð: Hvernig gæti framtíðin litið út? Þátttakendur í pallborði: Thomas Potter, Norconsult; Carl Åge Björgan, Alstom og Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Fundarstjóri: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur.