Við skorum á meðlimi Grænu Orkunnar að fara ítarlega yfir nýjar tillögur um kílómetragjald, sem nú hafa verið birtar í Samráðsgátt. Bent er á að umsagnir eru aðeins leyfðar í nokkra daga og verða að koma inn 20 október (sunnudagur).
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum standa fyrir málþingi á Grand hóteli í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Á málþinginu verða helstu áskoranir og tækifæri í orkuöflun framtíðar fyrir köld svæði rædd, en þar halda meðal annars erindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku, og loftslagsráðherra, Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er formaður samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, og opnar hún málþingið.
Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta. Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr. Umsóknafrestur er til 23. apríl.
Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni: 🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar 💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla ♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.
Styrkurinn nær til:
fólksbíla sem taka að hámarki 9 farþega (flokkur M1)
sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)
Bílarnir þurfa að:
vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
kosta minna en 10 milljónir
vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur
Undir fyrirkomulagið falla:
rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
vetnisbílar með efnarafal
Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.