Minnispunktar stjórnar Grænu Orkunnar des 2024
Stjórn Grænu Orkunnar fundaði nýlega með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að fylgja eftir uppfærðri áætlun í loftslagsmálum.
Minnispunktar stjórnar Grænu Orkunnar des 2024
Stjórn Grænu Orkunnar fundaði nýlega með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að fylgja eftir uppfærðri áætlun í loftslagsmálum.
Kæri viðtakandi.
Innviðaráðuneytið beinir til meðlima Grænu Orkunnar möguleika á að veita umsögn um tillögur í Samgönguáætlun sambandsin. Áætlunina má finna hér:
https://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/?uri=OJ:L_202401679 .
Ef þið hafið áhuga að koma á framfæri umsögn vinsamlegast sendið til okkar fyrir 5 nóvember næstkomandi.
ribes@newenergy.is
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum standa fyrir málþingi á Grand hóteli í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Á málþinginu verða helstu áskoranir og tækifæri í orkuöflun framtíðar fyrir köld svæði rædd, en þar halda meðal annars erindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis, orku, og loftslagsráðherra, Hörður Árnason, forstjóri Landsvirkjunar og Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er formaður samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, og opnar hún málþingið.
Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:
Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.
Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis
Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.
Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.
Bílarnir þurfa að:
Undir fyrirkomulagið falla:
Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.
Þann 10. janúar næstkomandi mun Orkuklasinn halda nýársfund vettvangsins og greinarinnar og slá taktinn á því sem framundan er í orkumálum.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu klasans.