Ársfundur 2025 – Dagskrá

Hvað eruð þið að gera í orkuskiptum?

Í boði eru tvö stjórnarsæti og 2 sæti varmanna.

Í öðru stjórnarsætinu situr Guðmundur Ingi frá Blæ og hann gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.

Við óskum eftir framboðum til stjórnarsetu.

Málþing: Er íslensk orka til heimabrúks?

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum standa fyr­ir málþingi á Grand hót­eli í Reykja­vík í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Er ís­lensk orka til heima­brúks – staðan í orku­mál­um með áherslu á íbúa og sveit­ar­fé­lög.

Á málþing­inu verða helstu áskor­an­ir og tæki­færi í orku­öfl­un framtíðar fyr­ir köld svæði rædd, en þar halda meðal ann­ars er­indi Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is, orku, og lofts­lags­ráðherra, Hörður Árna­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, er formaður sam­taka sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum, og opn­ar hún málþingið.

Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2024

Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.

Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.