Málþing: Er íslensk orka til heimabrúks?

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum standa fyr­ir málþingi á Grand hót­eli í Reykja­vík í dag und­ir yf­ir­skrift­inni Er ís­lensk orka til heima­brúks – staðan í orku­mál­um með áherslu á íbúa og sveit­ar­fé­lög.

Á málþing­inu verða helstu áskor­an­ir og tæki­færi í orku­öfl­un framtíðar fyr­ir köld svæði rædd, en þar halda meðal ann­ars er­indi Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is, orku, og lofts­lags­ráðherra, Hörður Árna­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar og Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, er formaður sam­taka sveit­ar­fé­laga á köld­um svæðum, og opn­ar hún málþingið.

Hægt er að horfa á upptöku frá þinginu hér:

Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2024

Orkusjóður hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta.
Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr.
Umsóknafrestur er til 23. apríl.

Verkefni í eftirfarandi flokkum verða styrkt að þessu sinni:
🔌 Innviðir fyrir rafknúin farartæki, skip og flugvélar
💧 Raf- og lífeldsneytisframleiðsla
♻️ Lausnir sem draga úr notkun jarðefnaeldsneytis

Kynntu þér málin á vefsíðu Orkusjóðs.

Stuðningskerfi fyrir kaup á rafbílum tók við af VSK ívilnun um áramót

Um áramót tók gildi nýtt styrkjafyrirkomulag varðandi kaup á hreinorkubílum. Það leysir af hólmi virðisaukaskattsívilnun sem verið hefur í gildi frá 2012.

Styrkurinn nær til:

  • fólksbíla sem taka að hámarki 9 farþega (flokkur M1)
  • sendibíla að hámarki 3.5 tonn að þyngd (flokkur N1)

Bílarnir þurfa að:

  • vera nýskráðir á Íslandi eftir 1. janúar 2024
  • kosta minna en 10 milljónir
  • vera losunarfrí ökutæki með engan útblástur

Undir fyrirkomulagið falla:

  • rafmagnsbílar sem eru 100% knúnir rafmagni
  • vetnisbílar með efnarafal

Orkusjóður annast afgreiðslu styrkjanna, en sótt er um með rafrænum hætti á Mínum síðum á Ísland.is.

Örkynningar Orkusjóðs og Grænu orkunnar 23. október 2023

Í september mánuði úthlutaði Orkusjóður rúmlega 900 milljónum til orkuskipta verkefna sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og nýta í staðinn vistvæna, endurnýjanlega orku.

Af því tilefni bjóða Græna orkan, Orkusjóður og Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið til örkynninga á Nauthóli 23. október. Fundinum verður einnig streymt. Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála mun flytja opnunarávarp en svo fjalla styrkþegar um verkefni sín, sem eru afar fjölbreytt, misstór og verða unnin í mörgum atvinnugreinum.

Öll velkomin! Kaffi og léttar veitingar verða í boði að loknum kynningum. Fundarstjóri verður Anna Margrét Kornelíusdóttir, verkefnastjóri Grænu orkunnar.

Svo unnt sé að áætla magn veitinga og koma í veg fyrir matarsóun er skráning á staðfund æskileg. Skráning fer fram hér.

Mikill áhugi fyrir fundi um grænar samgöngur milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og höfuðborgarsvæðisins

Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneytið, Kadeco, Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum standa fyrir opnum fundi 12. október um samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn fer fram í Salnum í Kópavogi en verður einnig í beinu streymi. Skráning fer fram hér.

DAGSKRÁ

• Hágæðasamgöngur fyrir heimsborg | Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

• Í átt að öflugri og kolefnishlutlausum almenningssamgöngum til Keflavíkurflugvallar | Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri samgönguáætlunar hjá Innviðaráðuneytinu

• Þróunaráætlun Kadeco K64 – Keflavik Reykjavik Link KRL | Samúel Torfi Pétursson, þróunarstjóri hjá Kadeco

• Sagan og staðan – flugrúta, fluglest og fleiri hugmyndir | Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur

• Pallborð: Hver eru næstu skref?

Þátttakendur í pallborði: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Árni Freyr Stefánsson, Innviðaráðuneytið; Samúel Torfi Pétursson, Kadeco og Bryndís Friðriksdóttir, Vegagerðin.

• Val á samgöngulausnum – flugvallartengingar og reynslusögur | Thomas Potter, technical expert, Norconsult heldur erindi á ensku

• Grænni og snjallari samgöngur um allan heim | Carl Åge Björgan, framkvæmdastjóri Alstom í Noregi og Íslandi heldur erindi á ensku

• Tengingin milli Helsinki og Vantaa flugvallarins | Henry Westlin, borgarverkfræðingur Vantaa heldur erindi á ensku

• Pallborð: Hvernig gæti framtíðin litið út? Þátttakendur í pallborði: Thomas Potter, Norconsult; Carl Åge Björgan, Alstom og Pawel Bartoszek, formaður svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.

Fundarstjóri: Lilja G. Karlsdóttir, samgöngusérfræðingur.