Kallað eftir umsóknum í Nordic Green Growth Research and Innovation Programme

Nordic Innovation, NordForsk og Nordic Energy Research kalla í sameiningu eftir styrkumsóknum í Nordic Green Growth Research and Innovation Programme. Styrkt verða verkefni sem heyra undir tveimur meginþemu:

  • Samfélagslegar breytingar sviðsmyndir framtíðar með áherslu á svæðisbundna sjálfbæra þróun
  • Hnattræn samkeppnishæfni, hvetjandi fjárfestingar og nýsköpun innan fyrirtækja í þróun grænna lausna á Norðurlöndum

Umsóknarfrestur er til 16. ágúst 2016 og hér má nálgast textann um kallið í heild sinni.