Í nýjum þætti af hlaðvarpi Samorku var rætt við Þorstein Másson, framkvæmdastjóra Bláma, um ávinning af orkuskiptum í samfélagi Vestfjarða, sem er algjörlega háð jarðefnaeldsneyti.
Category Archives: Rannsóknir og styrkir
Orkusjóður opnar fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta verkefna
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 900 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslags- og orkumála í ár.
Að þessu sinni verða alls 900 milljónir til úthlutunar til eftirfarandi viðfangsefna
- Framleiðsla endurnýjanlegs eldsneytis (raf- eða lífeldsneytis)
- Innviðir fyrir orkuskipti (hleðslu- eða áfyllingarstöðvar)
- Tækjabúnaður sem nýtir endurnýjanlega orku í stað olíu
Upplýsingadagar og tengslaráðstefna Horizon Europe á sviði loftslagsmála, orku og samgangna

Rafrænir upplýsingadagar og tengslaráðstefna Framkvæmdastjórnar ESB verður haldin 15. og 16. desember nk. í tengslum við vinnuáætlun klasa 5 (Climate, Energy & Mobility).
Á upplýsingadögunum verða kynnt rannsóknar- og nýsköpunarviðfangsefni næstu vinnuáætlunar fyrir árin 2023-2024 en einnig verður rætt um fjármögnunarmöguleika samkvæmt nýju vinnuáætluninni.
Sjá nánar á vef Rannís.
Umsóknarfrestur í Loftslagssjóð 9. desember!
Opið er fyrir umsóknir í Loftslagssjóð til 9. desember næstkomandi klukkan 15.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Sjóðurinn styrkir nýsköpunarverkefni og fræðslu- og kynningarverkefni sem stuðla að samdrætti í losun eða hafa áhrif á samdrátt í losun.
Að þessu sinni er boðið er upp á tvær tegundir styrkja til eins árs:
- Styrki til nýsköpunarverkefna sem m.a. er ætlað að styrkja rannsóknir og þróunarstarf í tengslum við aðlögun og innleiðingu á nýjum loftslagsvænum tæknilausnum og hönnun
- Styrki til kynningar og fræðslu um loftslagsmál
Sjá nánar á vef Rannís.
320 milljónir til orkuskipta á árinu 2021
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, og Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að auglýstir verðir styrkir til orkuskipta að upphæð 320 milljónir kr. af þeim fjárveitingum sem veittar eru til loftslagsmála í ár.
Styrkirnir eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum og verða veittir í tveimur flokkum,
💡 annars vegar til orkuskipta
🔌 og hins vegar til uppsetningu hleðslustöðva
Græna orkan fagnar þessu framtaki mjög – sjá auglýsingu Orkusjóðs hér fyrir neðan og nánar í meðfylgjandi hlekk.
Íslensk tækni reynist vel til að geyma vindorku á fljótandi formi
Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) og samstarfsaðilar þess hafa nú formlega lokið MefCO2 rannsóknarverkefninu sem staðið hefur yfir frá árinu 2015. Í verkefninu, sem að hluta til var fjármagnað af Nýsköpunar-og rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, var tilraunaverksmiðja sem byggir á ETL tæknilausn CRI (Emissions-to-Liquids) reist við orkuver RWE nærri Köln í Þýskalandi. Með rekstri verksmiðjunnar á síðastliðnu ári var sýnt fram á að nýta má tæknilausn CRI til að umbreyta vind- og sólarorku ásamt fönguðum koltvísýringi jafnóðum yfir á fljótandi form. Afurðin nefnist þá rafmetanól (e-methanol) sem auðvelt er að geyma, flytja og nýta með margvíslegum hætti.
Sjá nánar í frétt á vef CRI og fréttatilkynningu fyrirtækisins.
300 milljóna aukaframlagi varið til orkuskipta
Búið er að útfæra nánar hvernig skiptingu 550 milljóna aukaframlags til loftslagsmála verður háttað, en upphæðin er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar sem Alþingi samþykkti í lok mars til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu.
Gert er ráð fyrir að 300 milljónum verði varið til verkefna vegna orkuskipta.
- Um tveir þriðju þess fjármagns eiga að stuðla að frekari rafvæðingu hafna (210 milljónir)
- Ráðist verður í úttekt á ávinningi innlendrar eldsneytisframleiðslu (10 milljónir)
- Greindar verða hindranir og tækifæri svo hraða megi orkuskiptum í bílaflotum bílaleiga (20 milljónir)
- Möguleikar til orkuskipta í þungaflutningum verða rannsakaðir (10 milljónir)
- Eins verða styrkir veittir félagasamtökum til rafvæðingar gistiskála sem liggja utan almenna raforkukerfisins (50 milljónir)
Sjá nánar í frétt á ruv.is og vef Stjórnarráðsins. Græna orkan fagnar því að aukið fjármagn sé lagt til orkuskipta!
200 milljónir til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hafa ákveðið að veita 200 milljónum króna í styrki til uppbyggingar innviða fyrir orkuskipti í samgöngum.
Áætlað er að verja 100 milljónum króna í styrki fyrir innviði sem ætlað er að ýta undir fjölgun vistvænna bifreiða sem þeir ganga fyrir metani, lífeldsneyti, vetni eða rafmagni hjá aðilum sem reka fólks- og hópbifreiðar
Þá verður 70 milljónum króna varið í styrki vegna raftenginga eða hitaveitna í höfnum landsins í því skyni að ýta undir orkuskipti í haftengdri starfsemi.
Loks verður 30 milljónum króna varið í styrki fyrir hleðslustöðvar við gististaði og veitingastaði.
Ákvörðun ráðherranna byggir á tillögum starfshóps sem ráðherrarnir skipuðu síðastliðið haust. Starfshópurinn leitaði samstarfs við Grænu orkuna- samstarfsvettvang um orkuskipti, til að byggja á bestu mögulegu upplýsingum um hvaða nýir innviðir geti best hraðað orkuskiptum, hvort sem þeir eru á landi eða í haftengdri starfsemi. Tillögurnar byggja að miklu leyti á framlagi úr þeirri hugmyndavinnu sem stór hópur úr atvinnulífinu kom að.
Frétt Stjórnarráðsins í heild sinni má lesa hér.
Hér má finna skýrslu Grænu orkunnar og skýrslu starfshóps ráðuneyta er að finna hér.
Þriðja árlega Umhverfisráðstefna Gallup
Þriðja árlega Umhverfisráðstefna Gallup fer fram í Hörpu 19. febrúar næstkomandi. Þar verða kynntar niðurstöður nýrrar könnunar meðal Íslendinga um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar.
Hér er að finna fróðleik frá fyrri ráðstefnum en skráning hefst fljótlega.
14 húsfélög fengu styrk fyrir hleðslustöðvar
Alls var um 19,5 milljónum króna úthlutað úr styrktarsjóði til fjórtán húsfélaga í Reykjavík á síðasta ári vegna uppsetningar hleðslubúnaðar fyrir rafbíla á lóðum fjöleignarhúsa.
Um er að ræða sjóð á vegum Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur sem liðka á fyrir stórfelldri uppbyggingu innviða í borginni fyrir rafbílaeigendur. Hvor aðili um sig leggur 20 milljónir á ári til sjóðsins í þrjú ár, alls 120 milljónir króna.