Fjöldaframleiðsla vetnisrafbíla hafin

Í síðasta mánuði varð bílaframleiðandinn Hyundai fyrstur til að fjöldaframleiða vetnisrafbíla. Fyrstu 17 bílarnir fara beint í notkun í Skandinavíu, en borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn gerðu samning við bílaframleiðandann á síðasta ári um kaup á 15 Hyundai ix35 vetnisrafbílum. Næstu ökutækin fara síðan til Skåne í Svíþjóð en ástæðan fyrir því að Skandinavía varð fyrir valinu er viljayfirlýsing sem undirrituð var í Október 2012 þar sem bílaframleiðendur og aðilar frá skandinavíu og Íslandi stofnuðu til samstarfs um innleiðingu vetnisbíla og innviða.

Sjá má fréttina í heild sinni hér (á ensku).

Comments are closed.