Norðmenn með skýra stefnu fyrir vetni í samgöngum

Sveitafélagið Akershus í Osló samþykkti nýlega stefnumörkun fyrir farartæki knúin af vetni og vetnisstöðvar. Á næstu fjórum árum er markmiðið að koma 350 vetnisknúnum farartækjum í umferð, og verður stór hluti þeirra leigubílar og um 30 strætisvagnar. Ein aðal áherslan á þessu tímabili er að þróa net vetnisstöðva í sveitafélaginu og hefur samgöngufyrirtækið Ruter nú þegar 5 vetnisstrætisvagna í tilraunaakstri.

Þessi nýja stefna yfirvalda í Noregi er hluti af stóru verkefni sveitafélagsins til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og stefna að sjálfbærni í samgöngum. Þetta er því mikilvægt skref bæði fyrir vetnisgeirann á norðurlöndunum og víðar.

Sjá nánari upplýsingar hér (á norsku).