Aðilaskrá

Samstarfsaðilar Grænu orkunar

Á aðalfundi Grænu orkunnar í nóvember 2014 var ákveðið að stofna formleg félagasamtök undir heitinu Samstarfsvettvangur um orkuskipti. Jafnframt var ákveðið að félagsgjald fyrirtækja með fleiri en 25 starfsemnn skyldi vera 40.000 en 10.000 fyrir minni aðila. Samtökin eru opin öllum sem hafa áhuga á vistvænu eldsneyti og orkuskiptum. Markmiðið er að allir þeir sem á einn eða annan hátt starfa að orkuskiptum í samgöngum á Íslandi sjái Grænu orkuna sem sameiginlegan vettvang upplýsingagjafar og skoðanaskipta.

SAMSTARFSAÐILAR GRÆNU ORKUNAR

Alice á Íslandi ehf. Þróun aðferða sem gera fiskveiðar og samgöngur á sjó vistvænar og fýsilegar

Atlantsolía

Bílabúð Benna

Bílgreinasambandið er í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni bílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi, sinnir upplýsingagjöf til félagsmanna og stendur fyrir fræðslu og endurmenntun.

BL

Carbon Recycling International

DHL Express Ísland

EFLA verfræðistofa

Eimskip

EVEN hf.

Félag Íslenskra Bifreiðaeigenda

Fjármálaráðuneytið

Framtíðarbílar. Hönnun og smíði rafbíla og íhluta í þá.

GPO ehf, þróun á skilvirkum, hagkvæmum og umhverfisvænum leiðum til að endurvinna úrgangsplast í fullunna, markaðsvæna vöru. Sérhæfður tækjabúnaður er notaður til umbreytingar úrgangsplasts í eldsneyti. Afurðirnar má nota beint í brennslu, t.d. sem orkugjafa fyrir iðnaðarvélar, ökutæki og báta.

Háskólinn á Akureyri. Innan auðlindadeildar HA er unnið að rannsóknum á framleiðslu lífræns eldsneytis með hitakærum bakteríum. Níu meistaranemar hafa lokið námi á þessu sviði og verkefnin hafa verið unnin í samvinnu við fjölmarga aðila. Háskólinn á Akureyri hefur verkefnisstjórn í öndvegisverkefninu LífEldsneyti en aðrir samstarfsaðilar eru verkfræðistofan Mannvit, Matis Prokaria, Sorpa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Landbúnaðarháskólinn.

Háskóli Íslands, hefur yfir að bjóða áratuga reynslu og þekkingu er tengist orkuskiptum í samgöngum.  Háskólinn býður upp á bæði grunn- og framhaldsnám á sviði endurnýjanlegrar og vistvænnar orku.  Fjölmörg verkefni innan Háskólans eru beint eða óbeint á sviði orkuskipta.

Háskólinn í Reykjavík.

Hekla er með innflutning og sölu á bifreiðum frá Volkswagen, Audi, Skoda og Mitsubishi. Birgjar HEKLU eru mjög framarlega í að hanna og framleiða umhverfisvænar bifreiðar og eru nú þegar þó nokkur fjöldi Volkswagen bifreiða hér á landi sem ganga fyrir metangasi. Þá eru einnig komnir rafmagnsbílar frá Mitsubishi í umferð hér.

Höldur ehf – Bílaleiga Akureyrar:
er einn stærsti bílakaupandi landsins og hefur um margra ára skeið unnið að umhverfismálum. Starfsstöðvar bílaleigunnar í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli eru vottaðar samkvæmt alþjóðlega
umhverfisstjórnunarstaðlinum ÍST EN ISO 14001:2004 og unnið er að innleiðingu staðalsins á öllum starfsstöðvum. Eitt af markmiðum þeirra er að minnka útblástur CO2 hjá bílaflota fyrirtækisins og hafa þeir náð talsverðum árangri á því sviði. Til að mynda lækkaði meðaltal CO2 losunar flotans um 3,16% árið 2010.

Icelandair Cargo leggur metnað sinn í að umgangast umhverfið af nærgætni og leitar ávallt leiða til að lágmarka umhverfisáhrif frá starfsemi félagssins

Iðnaðarráðuneytið

 Íslandspóstur

Innanríkisráðuneytið

Íslandsvetni ehf.

Íslensk NýOrka er fyrirtæki sem safnar og vinnur úr gögnum frá þróunar- og tilraunaverkefnum með vetni og rafbíla. Jafnframt er fyrirtækið þátttakandi í greinaskrifum og samantektum. Verkefni fyrirtækisins miða aðllega að því að fylgja eftir vinnslu, meðhöndlun og prófun vetnis sem eldsneytis.

Landsnet

Landssamtök hjólreiðamanna, er með það að markmiði að efla þær grænar samgöngur sem nýta orkuna bezt auk þessa að mestu innlenda orkugjafa (mat) með því að auka hlut hjólreiða, svo sem með niðurfellingu tolla á reiðhjól, stuðla að fleiri hjólreiðastígum o.sfrv.

Landsvirkjun

Lýsing

Mannvirkjastofnun starfar skv. lögum nr. 160/2010. Stofnunin skal tryggja samræmingu á byggingar- og eldvarnareftirliti og starfsemi slökkviliða í samráði við viðkomandi stjórnvöld og hafa yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum.

Mannvit er stærsta verkfræðistofa landsins  og hefur reynslu af fjölmörgum verkefnum á sviði orkuskipta í samgöngum t.d. framleiðslu lífeldsneytis, þá sérstaklega vinnslu metans úr hauggasi og framleiðslu lífdísils úr úrgangi. Au þess tekið þátt í rannsóknarverkefnum varðandi framleiðslu lífetanóls, metans og metanóls.

Metan

Metanorka ehf, er með framleiðslu, dreifingu og sölu á metani á samgöngutæki.

Nehemía ehf. Fyrirtækið er á sviði  þekkingar og frumgerðarsmíði. Sem dæmi má nefna að breyta notuðum smábílum í rafmagnsbíla og endurvekja bílasmíði hérlendis og framleiða rafknúna strætisvagna. Einnig að þróa og framleiða vindrafstöðvar, notkun á viðargasi og margt fleira. Nafn tengiliðar:  Nils Gíslason (nils.g@nmi.is)

Norðursigling

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Orkey ehf er einkahlutafélag sem er að setja upp  verksmiðju sem vinnur lífdísil úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu.  Orkey er einnig í samstarfsverkefni með bændum í sambandi við  að framleiða olíu og fóður úr repju.

Orku- og tækniskóli Keilis í samvinnu við HÍ býður upp á þverfaglegt hagnýtt háskólanám í orku- og umhverfistæknifræði og mekatróník tæknifræði.  Orkunámið fjallar um græna og endurnýjanlega orku. Námið tengist orkuskiptum í samgöngum í gegnum rafmagns- og efnaorku – t.a.m. metan, etanól, metanól, lífdísill ofl.

Orkusetur Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Orkusetrið er óháð og sjálfstæð eining sem vinnur að markmiðum sínum sem einskonar tengiliður milli stjórnvalda, almennings, fyrirtækja og stofnana.

Orkustofnun

Orkuveita Reykjavíkur

Rafey ehf, breytingar á bensín/dísilbílum í rafbíla, þjónusta við rafbíla. Innflutningur á mótorum, stýringum og öðrum íhlutum fyrir rafbíla.

Rally Reykjavík – FIA Alternative Energies Cup, er umferð í heimsmeistarakeppni í góðakstri (regularity eða road rally), haldin á Íslandi, fyrir bifreiðar knúnum öðrum orkugjöfum en bensín og díselolíu að öllu eða hluta til.

Ramp ehf.  Þróa lausnir sem er ætlað að greiða leið grænna orkugjafa í samgöngur.

Rarik

Reykjavíkurborg

Samband Íslenskra Sveitafélaga

Samorka

Samtök atvinnulífsins

Samtök iðanðarins, vinna að hagsmunum iðnaðarins á öllum sviðum og í nánu samráði við fyrirtækin sjálf. Meðal félaga eru fyrirtæki sem starfa að orkumálum í samgöngum. Innan SI starfar starfsgreinahópurinn CleanTech Iceland, sem eru samtök fyrirtækja í grænni tækni.

Samtök um Hreinorkubíla: Regnhlífarsamtök þeirra sem hafa hagsmuni og áhuga á að stuðla að notkun innlendra orkugjafa í ökutækjum. Markmið samtakanna er að fjölga slíkum ökutækjum á Íslandi umtalsvert næstu árin.

Samtök verslunar og þjónustu

Samgöngustofa

Skeljungur

Thule Investments Advisors ehf

Toyota á Íslandi flytur inn Toyota- og Lexusbifreiðar. Í báðum tegundum er stuðlað að umhverfisvænni akstri og hagkvæmari rekstri með notkun Hybrid-kerfisins. Með Hybrid-kerfinu er orkan sem venjulega fer til spillis þegar bíllinn bremsar og hægir á sér nýtt aftur og breytt í rafmagn sem notað er til að knýja bílinn.

Umhverfisráðuneytið

Umhverfisstofnun. Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Vegagerðin

Vélamiðstöðin, sérhæfir sig í metanbreytingum ökutækja.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>