Fyrsti farmur af metanól-framleiðslu Carbon Recycling International verksmiðjunnar á Svartsengi var í síðustu viku seldur til Hollensks olíu fyrirtækis í Rotterdam.
Category Archives: Óflokkað
Rafknúnir strætisvagnar frá Kína til sölu í ESB
Kínverskur bílaframleiðandi að nafni BYD hefur fengið leyfi til að selja rafknúna strætisvagna á ESB svæðinu, fyrstu vagnarnir verða afhentir í þessum mánuði í Búlgaríu.
EB setur af stað áætlun fyrir visthæft eldsneyti
Evrópusambandið tilkynnti í síðasta mánuði að aukinn stuðningur yrði við visthæft eldsneyti í aðildarríkjum þess. Hefur sambandið sett fram bindandi markmið fyrir vetnis innviði, hleðslustöðvar fyrir rafbíla, lífeldsneyti og náttúrulegt gas.
100 milljónir danskra króna í vetnis uppbyggingu
Jákvæðar fréttir bárust frá Danmörku í vikunni þegar stjórnvöld þarlendis veittu 10 milljónum danskra króna í styrkveitingu til uppbyggingar á vetnis-innviðum í landinu
Sjá frétt í heild sinni hér. (á dönsku)
Ný skýrsla frá Norrænnum orkurannsóknum
Skýrsla um norrænar tæknilausnir í orkumálum kom út þann 22. Janúar 2013, en í skýrslunni er stungið uppá leiðum sem norðurlöndin geta farið til að ná takmörkum sínum í minnkun útblásturs fyrir 2050.
Skýrslan verður kynnt þann 12 Febrúar, klukkan 9:00-12:00 í húsakynnum Orkustofnunnar að Grensásvegi 9 – sjá dagskrá.
Hægt er að skrá sig hér (endurgjaldslaust).
Finna má skýrsluna hér í heild sinni.
Norðmenn til fyrirmyndar
Í byrjun árs 2013 voru um 10.000 rafhleðslubílar á skrá í Noregi, þ.e.a.s. bílar sem er hægt að hlaða með rafmagni í gegnum innstungu. Þetta gerir Noreg að mesta rafbílalandi heims og með flesta rafhleðslubíla miðað við íbúatölu.
Rafbílar aðgengilegri á Íslandi
Rafbílar eru að verða fyrirtækjum og almenningi aðgengilegri en samkvæmt frétt sem birtist á mbl.is fer Volt rafbíllinn í sölu á næstunni og auk þess er nú mögulegt að leigja rafbíl hjá Thrifty bílaleigunni samkvæmt visir.is.
Í lok ársins 2012 var síðan stofnað rafbílasamband Íslands, en um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi. Samkvæmt Gísla Gíslasyni stefnir sambandið að því að verða samtök eigenda og söluaðila á rafbílum og vörum og þjónustu þeim tengdum.
Rafmögnuð jól í Róm
Yfir jólahátíðina til 10. janúar mun ljósum skreyttur strætisvagn keyra um götur Rómar á Ítalíu, en borgaryfirvöld þar vilja með þessu vekja athygli á vistvænum samgöngum.
Orkupóstar settir upp á vegum EVEN
Fyrirtækið EVEN sem er einn af samstarfsaðilum Grænu Orkunnar hefur sett upp hleðslupóst sem opinn er fyrir alla rafbíla í Kringlunni. Þessi hleðslupóstur er af svokallaðri annari kynslóð og með þeim á hleðslan að vera bæði öruggari og fljótari.
Samkvæmt Gísla Gíslasyni framkvæmdastjóra EVEN mun klukkutíma hleðsla frá þessum staur gefa 26 km á móti 8 km frá eldri hleðslupóstunum. Auk þess er ekki hægt að kippa snúrunum úr sambandi á meðan hleðsla er í gangi sem eykur öryggistilfinningu þess sem hleður.
EVEN hefur nú þegar sett slíka hleðslupósta upp hjá viðskiptavinum sínum og er stefna þeirra að setja upp slíka pósta um allt land og vera með áskriftakerfi fyrir sína viðskiptavini.
Vel heppnaður vinnufundur í síðustu viku
Vinnufundur/ráðstefna var haldinn á vegum Grænu Orkunnar þann 29. nóvember 2012 á Orkugarði, Grensásvegi 9. Heppnaðist vinnufundurinn vel, fyrirlesarar héldu sig nokkurnvegin við sett tímamörk og varð umræðan fjölbreytt og áhugaverð.
Ráðstefnan var með svipuðu móti og sú sem var haldin í júní 2010 með svokölluðum örfyrirlestrum, þ.e.a.s. fyrirlesarar fengu einungis 8 mínútur til að koma efninu frá sér.
Eftir fyrirlestrana var almenn umræða um efni þeirra vinnuhópa sem Græna Orkan hefur stofnað til:
Vinnuhópur 1. Mennta- og öryggismál
Vinnuhópur 2. Nýsköpun, rannsóknar og þróunarsjóðir
Vinnuhópur 3. Íblöndunarefni í hefðbundið eldsneyti
Vinnuhópur 4. Uppbygging innviða
Vinnuhópur 5. Ívilnanir
Hér má finna samantekt þeirrar umræðu sem fram fór.
Fyrirlestrar voru úr mörgum áttum og um mjög fjölbreytt efni, má finna glærur fyrirlesara hér fyrir neðan:
1. Erla S. Gestsdóttir, Græna Orkan: Innleiðing tilskipunar um endurnýjanlega orkugjafa
2. Ólafur Bjarnason, Reykjavíkurborg: Reykjavíkurborg – stefna – staða
3. Valur Ægisson, Landsvirkjun: Stefna Landsvirkjunar í samgöngumálum
4. Gísli Gíslason, EVEN: Verkefni EVEN
5. Sigurður Ástgeirsson, Vélarmiðstöðin, Staða verkefna
6. Guðrún Lilja Kristinsdóttir, ÍNO: Verkefni Íslenskrar NýOrku
7. María H. Maack, HÍ: Kostnaður við dreifingu í samgöngum
8. Gunnar Pétur Hauksson, RAMP
9. Magnús Ásgeirsson, N1: Framtíðarsýn, valkostir og innviðir