Flutningafyrirtæki sýna áhuga á vistvænum samgöngum

Undanfarið hefur Græna Orkan farið í heimsóknir til flutningafyrirtækja hérlendis til að kanna áhuga þeirra á vistvænum samgöngum. Fyrirtækin eru komin mislangt á veg í þessum málum, sum eru komin langt með breytingar á bílaflotanum á meðan önnur eru að taka sín fyrstu skref.

Hér eru þau fyrirtæki sem hafa skráð sig í Grænu Orkuna og bjóðum við þau velkomin:

DHL

Eimskip

Express (UPS)

Icelandair Cargo

Íslandspóstur

Nýja sendibílastöðin

 

Ef fyrirtæki eða stofnanir hafa áhuga á að skrá sig í Grænu Orkuna vinsamlegast sendið tölvupóst á glk[hjá]newenergy.is

Ný skýrsla frá Norrænnum orkurannsóknum

Skýrsla um norrænar tæknilausnir í orkumálum kom út þann 22. Janúar 2013, en í skýrslunni er stungið uppá leiðum sem norðurlöndin geta farið til að ná takmörkum sínum í minnkun útblásturs fyrir 2050.

Skýrslan verður kynnt þann 12 Febrúar, klukkan 9:00-12:00 í húsakynnum Orkustofnunnar að Grensásvegi 9 – sjá dagskrá.

Hægt er að skrá sig hér (endurgjaldslaust).

Finna má skýrsluna hér í heild sinni.

 

 

Rafbílar aðgengilegri á Íslandi

Rafbílar eru að verða fyrirtækjum og almenningi aðgengilegri en samkvæmt frétt sem birtist á mbl.is fer Volt rafbíllinn í sölu á næstunni og auk þess er nú mögulegt að leigja rafbíl hjá Thrifty bílaleigunni samkvæmt visir.is.

Í lok ársins 2012 var síðan stofnað rafbílasamband Íslands, en um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi. Samkvæmt Gísla Gíslasyni stefnir sambandið að því að verða samtök eigenda og söluaðila á rafbílum og vörum og þjónustu þeim tengdum.