Græna orkan stóð nú í vikunni fyrir vinnustofu um gjaldtöku í samgöngum. Hún hófst á fjórum áhugaverðum kynningum.
- Núverandi framkvæmd gjaldtöku í samgöngum á Íslandi – Benedikt S. Bendiktsson, Fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Gjaldtaka á grundvelli notkunar – Ásta Þorleifsdóttir, Innanríkisráðuneyti
- Álag frá ökutækjum á vegakerfið – Þorbjörg Sævarsdóttir, Efla
- Fjármögnun stærri framkvæmda – Þorsteinn R. Hermannsson, Mannvit
Að loknum stuttum fyrirlestrum var þátttakendum skipt í umræðuhópa sem ræddu eftirfarandi málefni:
- Skattlagning dísilolíu með hliðsjón af VW hneykslinu. Er þörf á breyttum áherslum?
- Mörkun skatttekna til gerðar og reksturs samgöngumannvirkja og breytingar sem verða með nýjum lögum um opinber fjármál
- Mikilvægi fjarskipta fyrir gjaldtöku framtíðar – GPS og upplýsingamiðlun, aðferðir
Í lok vinnustofunnar söfnuðust þátttakendur saman á ný og farið var yfir helstu umræðuatriði og niðurstöður hvers hóps fyrir sig. Stjórn Grænu orkunnar þakkar gestum fyrir líflega og áhugaverða vinnustofu og fyrirlesurum fyrir gagnleg innlegg í umræður.