Græna orkan og Nordic Marina stóðu fyrir örfyrirlestrum um endurnýjanlegt innlent eldsneyti síðastliðinn fimmtudag. Um fjörutíu manns tóku þátt og hlýddu á sex fyrirlestra:
- Endurnýjanlegt eldsneyti – Ágústa Loftsdóttir, Orkustofnun
- Endurnýjanlegt eldsneyti úr vetni koltvísýringi – Benedikt Stefánsson, CRI
- Framtíðar íblöndun í íslenskt eldsneyti – Sigurður Eiríksson, Íslenskt eldsneyti
- Tímabundin endurvinnsla sláturúrgangs í Álfsnesi – Sigurður Ingólfsson, Lífdísill
- Orkey ehf, lífdísill – Teitur Gunnarsson, Mannvit
- Metanframleiðsla Sorpu, sjálfbærasti kosturinn? – Bjarni G. Hjarðar, Sorpa
Gestir voru áhugasamir og spurðu fyrirlesara fjölmargra spurninga. Græna orkan og Nordic Marina vilja koma á framfæri þakklæti til fulltrúa fyrirtækjanna sem tóku þátt og þakka gestur fyrir skemmtilegar umræður.