Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Norðursigling tilnefnd til nýsköpunarverðlauna WTTC

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Norðursigling á Húsavík hefur nú verið tilnefnd til WTTC Tourism of Tomorrow verðlauna. Fyrir rafmagnsskútuna Opal, er Norðursigling tilnefnd fyrir að vera fyrsta fyrirtæki heims til að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir. Þróun Opals sem umhverfisvæns báts fór fram með Rensea verkefni sem fjármagnað var af Nordic Innovation og var samstarfsverkefni Norðursiglingar og Bellona, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslenskrar NýOrku, Naust Marine, Lakeside Excursions, Wave Propulsion, Caterpillar og Clean eMarine.

Sjá nánar í frétt Nordic Innovation og Norðursiglingar.