Fyrirlestur um vetni í samgöngum á landi var haldinn í dag, 30. maí og var þetta fjórða erindi ársins í fyrirlestraröð Orkustofnunar og Grænu orkunnar um orkuskipti.
Í þetta skiptið var umfjöllunarefnið vetni sem orkuberi í samgöngum. Margir muna eftir vetnisstöðinni sem starfrækt var við Grjótháls 2003-2012 en nú í júní mun Orkan opna þar nýja og öflugri vetnisstöð og aðra við Fitjar í Reykjanesbæ.
Dagskráin var þessi:
Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélaginsins: Þáttur Orkunnar í orkuskiptunum
Heiðar J. Sveinsson, framkvæmdastjóri Hyundai á Íslandi: Hyundai og vetnisbílar
Hörður Bjarnason, tæknifulltrúi Toyota á Íslandi
Vel á fimmta tug gesta hlýddu á fyrirlestrana og báru upp fjölmargar spurningar til fyrirlesara. Glærur verða birtar hér von bráðar.