Viðburður Grænu orkunnar, Grænni byggðar og Orkustofnunar sem bar yfirskriftina Hvað á að gera við metanið? fór fram í Orkugarði í dag, 23. október. Um 60 gestir tóku þátt og hlýddu á fyrirlestrana fimm. Við viljum koma á framfæri þökkum til fyrirlesara fyrir áhugaverð erindi og fundarstjóra fyrir dygga tímastjórnun og spurningar. Fyrirlesarar voru:
Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu
María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins
Stefán Þór Kristinsson, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu
Auður Nanna Baldvinsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og stjórnarformaður Grænu orkunnar
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri Skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg
Fundarstjóri var Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar.
Hér fyrir neðan má nálgast upptöku frá viðburðinum.