Græna Orkan

Samstarfsvettvangur um orkuskipti

Græna Orkan
« Back to Events

Aðalfundur Grænu orkunnar 25. maí 2023

iCal Import
Start:
01/01/1970 00:00

Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fer fram fimmtudaginn 25. maí 2023 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35

Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Skýrsla stjórnar lögð fram

Reikningar lagðir fram til samþykktar

Breytingar á samþykktum

Ákvörðun árgjalds

Kosning stjórnar

Önnur mál

Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi. Reikningar fyrir aðildargjöldum 2023 ættu þegar að hafa borist til aðildarfyrirtækja og hafa eindaga 1. maí.

Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði til afgreiðslu á fundinum, þurfa að berast félaginu a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund, þ.e. 18. maí 2023, til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is.

Tímabil tveggja stjórnarmanna sem sitja fyrir hönd atvinnulífsins lýkur á aðalfundinum. Þeir hyggjast bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en framboð til stjórnar eru velkomin og er stjórnarseta til tveggja ára.

Þeir félagar er hyggjast bjóða sig fram í stjórn skulu tilkynna framboð til Önnu Margrétar Kornelíusdóttur í netfangið amk@newenergy.is fyrir lok dags 18. maí 2023.


Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fer fram málstofa sem ber yfirskriftina Nei, það er ekki pláss fyrir einn bensínbíl í viðbót. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar og María Jóna Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins munu kynna og fara yfir vegasamgöngulíkan sem unnið hefur verið að í kjölfar samstarfsverkefnis atvinnulífs og stjórnvalda, Loftslagsvegvísir atvinnulífsins (LVA).

Í lok fundarins verða niðurstöður kosninga kynntar og fundi slitið um klukkan 15:00. Boðið verður upp á léttar veitingar.